is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12354

Titill: 
 • Sérfræðiábyrgð fasteignasala (hvernig lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa nr. 99/2004 samræmast þeirri ábyrgð sem fasteignasalar bera sem sérfræðingar)
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sérfræðiábyrgð fasteignasala
  Í þessari ritgerð er svarað spurningum um það hverjar eru meginábyrgðir sérfræðinga og hvernig lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa nr. 99/2004 falla að þeim lagaramma sem settur hefur verið um ábyrgð sérfræðinga. Skoðað er frumvarp til laga sem liggur fyrir Alþingi og rakið hvaða breytingar er mikilvægast að gera, með hliðsjón af gildandi lögum nr. 99/2004, til að tryggja enn frekar öryggi í viðskiptum með fasteignir.
  Löggjafinn hefur í einhverjum tilfellum sett ákveðin lagaramma um afmörkuð sérfræðisvið svo sem um lögfræðinga, endurskoðendur, lækna og fasteignasala. Tilgangurinn er að skilgreina og afmarka betur ábyrgðarsvið sérfræðinga. Umfang fasteignaviðskipta verður sífellt meira og í mörgum tilfellum eru fasteignasalar að höndla með aleigu viðskiptavina. Því er mikilvægt að um starfsskyldur þeirra liggi fyrir skýrar reglur sem tryggja gegnsæi og vel skilgreindur lagarammi til að gæta réttaröryggis viðskiptavina.
  Niðurstaða þessarar ritgerðar sýnir að gildandi lög setja fasteignasölum ríkar starfsskyldur. En betur má ef duga skal og skilgreina þarf betur með lögum hvaða þætti í störfum fasteignasala er heimilt að framselja til annarra starfsmanna. Taka þarf á því hvernig verktöku í greininni verður best fyrirkomið og eyða allri réttaróvissu, varðandi tjón og bætur til viðskiptavina í þeim tilfellum sem verktaki sinnir verkefnum í umboði fasteignasala.
  Fasteignasölum hafa verið settar þröngar skoður hvað varðar eignarhald á fasteignasölum. Breytingar þar á gætu stuðlað að því að hleypa meira fjármagni inn í greinina og styrkja þannig stöðu fasteignasala. Mikilvægt er að tryggja sjálfstæði fasteignasala. Það verður þó ekki gert einungis með því að gera kröfu um meirihlutaeign í félagi sem rekur fasteignasölu. Skoða þarf tækifæri til aukins sjálfstæðis í gegnum þær persónulegu ábyrgðir sem fasteignasali er bundin af.

 • This essay seeks to answer what are the main responsibilities of professionals and how the law on real estate, corporate and shipping sales according to Act. no. 99/2004 conforms to the framework of professional liability in the above-mentioned field.
  In relation to the above, this essay will also examine the new bill of law under consideration by the Icelandic Parliament regarding professional liability, compare it with current Act. no. 99/2004 and answer what changes are necessary to implement the new laws in order to ensure further safety in the public commercial real estate market.
  Although there are certain common characteristics within professional liability, it is necessary to consider the uniqueness of each professional field. In many cases, the legislature has set a specific legal framework for each professional field in order to better define and delineate responsibilities of professionals.
  The scope and volume of real estate transaction business is increasing and real estates are in many cases handling the largest asset class or life savings for their customers. Therefore it is important that their duties are transparent and the legal framework is well-defined to ensure the legal protection of its customers.
  The conclusion of this essay is that the current legislation places a substantial professional obligation on the certified real estate broker. Therefore it is necessary for the certified real estate broker to know when and under what circumstances they are allowed to transfer their power to their subordinates and/or employees.
  But more has to be done in order to ensure safety. It is necessary define more clearly by law which power the real estate may transfer to its employees/subordinates and also how subcontracting in the real estate industry is best practised to minimize legal uncertainty, in case of damages caused by the subcontractor performing the duties on behalf of the real estate.
  The real estates are placed a narrow legal rights in terms of ownership of the real estate and that must be changed to allow for more capital to be brought into the industry which in turns will strengthen the financial resources of the real estate industry.
  Independence of real estates is important and has to be ensured. That can not be done only by insisting upon majority holding in the holding company that operates the real estate. Independence can also be reassured through the personal guarantees on the certified real estate broker.

Samþykkt: 
 • 27.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12354


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sérfræðiábyrgð fasteignasala .pdf697.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna