Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/12357
Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er skylda félagsstjórnar til að afhenda bú félags til gjaldþrotaskipta, sbr. 1. mgr. 105. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samkvæmt ákvæðinu stofnast skyldan við ógreiðslufærni félags, sbr. 64. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Einkar mikilvægt er að félagsstjórn átti sig á skyldunni og í hverju hún felst, enda geta stjórnarmenn að öðrum kosti bakað sér skaðabóta- og/eða refsiábyrgð. Markmið höfundar með ritgerðinni er að skýra nánar hvenær skyldan stofnast en höfundur telur ekki alltaf einfalt fyrir stjórnarmenn að átta sig á því hvort félag sé ógreiðslufært. Þótti höfundi tilefni til að kanna hvort félagsstjórnir sinni almennt framangreindri skyldu. Leiddi athugun höfundar í ljós að félagsstjórnir óska í aðeins um 5% tilvika eftir skiptum á búi félags sem þeir starfa fyrir. Af því þykir höfundi mega ráða að stjórnendur séu almennt ekki meðvitaðir um skylduna. Einnig taldi höfundur þörf á því að skýra nánar hvaða afleiðingar brot á skyldunni geta haft í för með sér en ljóst er að stjórnendur geta borið ábyrgð gagnvart kröfuhöfum, hluthöfum og því félagi sem þeir starfa fyrir sinni þeir ekki skyldunni. Þá taldi höfundur tilefni til að kanna áhrif lögfestingar sakarlíkindareglu 2. málsl. 2. mgr. 64. gr. laganna um gjaldþrotaskipti o.fl. Komst höfundur að þeirri niðurstöðu að lánardrottnum væri oft erfitt um vik að sýna fram á tjón sitt og því stæði það stjórnarmönnunum nær að sýna fram á hið gagnstæða. Þá taldi höfundur þörf á að skýra skyldur félagsstjórnar í aðdraganda gjaldþrots. Ljóst er félagsstjórn ber skyldur gagnvart félaginu sem þeir vinna fyrir og hluthöfum í heild sinni. Þegar fjárhagsstaða félags er slæm og eignastaða neikvæð breytist hins vegar eðli skyldna félagsstjórnar gagnvart félaginu og kröfuhafar verða óbeint verndarandlag skyldnanna gagnvart félaginu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Skylda félagssstjórnar til að afhenda bú félags til gjaldþrotaskipta.pdf | 861,9 kB | Open | Complete Text | View/Open |