is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12358

Titill: 
 • Refsiákvarðanir dómstóla: Samanburður á málum er varða stórfelld fíkniefnabrot og nauðgunarbrot
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um refsiákvarðanir dómstóla stórfelldum fíkniefnamálum og nauðgunarmálum. Refsiákvarðanir dómstóla hafa sætt gagnrýni á undanförnum árum og þykja almennt mjög vægar, einkum í kynferðisbrotamálum. Gagnrýnin lítur einnig að því að ekki sé gætt samræmis í refsiákvörðunum milli ólíkra brotaflokka. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar fólst í rannsókn á þeim þáttum sem áhrif hafa á ákvörðun refsingar í þessum brotaflokkum. Þá var gerð könnun á því hvort unnt sé að gera samanburð á þeim viðurlögum sem dæmd hafa verið og hvort sú gagnrýni sem dómstólar hafa sætt á refsiákvörðunum sínum eigi við rök að styðjast. Einnig var leitað svara við því hvað veldur hinni gríðarmiklu fjarlægð milli réttarvitundar almennings og refsiákvarðana dómstóla í þessum tveimur málaflokkum.
  Rannsókn höfundar leiddi í ljós að þau atriði sem áhrif hafa á refsingu í umræddum brotaflokkum eru mjög mismunandi og má þar nefna sakarferill þeirra sem dæmdir voru, ítrekunarsjónarmið, aldur brotamanna, einstaklingsbundnar aðstæður ofl. Samspil ýmissa annarra þátta hafa einnig áhrif á refsimat dómstóla sem vert er að hafa í huga þegar samanburður er gerður á refsingum milli svo ólíkra brotaflokka. Það er niðurstaða höfundar að allur samanburður á refsiákvörðunum dómstóla í stórfelldum fíkniefnamálum og nauðgunarmálum er í besta falli vafasamur. Ný norræn rannsókn á afstöðu almennings til refsinga leiðir í ljós að refsiþyngd dómstóla er í heildina vanmetin. Það er rík tilhneiging almennings að álíta að dómstólar muni taka vægt á máli og mun vægar en þeir sjálfir myndu gera. Rannsóknin styður því ekki kröfuna um þyngri refsivist. Hin mikla fjarlægð milli réttarvitundar almennings og refsiákvarðana dómstóla virðist skýrast að einhverju leyti af umfjöllun fjölmiðla um einstök dómsmál, sem fara gjarnan miklu offorsi um dómsniðurstöðu en veigra fyrir sér að nefna ástæðurnar sem liggja til grundvallar niðurstöðunni.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses the courts determinations of penalties in cases of major drug offences and rape offences. The courts determinations of penalties have been criticized in recent years and seem generally mild, especially in cases of sexual offences. The criticism also concerns that consistency isn’t followed in determination of penalty between different offence categories. The main task of the thesis involved a study of the factors influencing determination of penalty in these offence categories. A survey was made on whether it´s possible to compare the penalties in the categories and if the criticism on the courts can be supported. Answers were also sought to what causes the massive distance between the right public awareness and the courts determination of penalites in these two offence categories.
  The author’s study revealed that the factors influencing determination of penalty are very different, such as age and criminal history of those convicted, repetitive effect, individual circumstances and more. Interaction of other various factors also influence the courts determination of penalty which deserve to be considered when comparisons are made between penalties for different offence categories. The author’s conclusion is that any comparison of penalties in cases of major drug offenses and rape offenses is at best dubious. A recent Scandinavian research of public opinion on crime and punishment reveals that the weight of penalties is in general underestimated. There is a strong tendency of the public to believe that the courts will be more lenient in their conclusion than they themselves would be. The research does not support the public requirement of heavier sentences. The massive distance between the right public awareness and the courts determination of penalties can be explained to some extent by how media coverage of litigation focuses on the courts verdict without specifying the reasons for the conclusion.

Samþykkt: 
 • 27.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Refsiákvarðanir dómstóla.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna