is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12360

Titill: 
  • Hlutlægnisskylda sakamálaréttarfars - Inntak hennar á mismunandi stigum málsmeðferðar sakamáls
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hlutlægnisskyldu 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en hún gildir um störf ákærenda og þeirra sem rannsaka sakamál. Um mikilvæga réttaröryggisreglu er að ræða sem felur í sér að gæta skuli jafnt að atriðum sem horfa til sýknu og sektar og gildir á öllum stigum málsmeðferðar sakamáls, það er við rannsókn, ákvörðun um saksókn, málflutning fyrir dómi og áfrýjun. Í ritgerð þessari er því leitast við að skoða áhrif hlutlægnisskyldunnar á störf aðila á mismunandi stigum málsmeðferðar og hvaða skyldur og reglur af henni má leiða. Samhliða þeirri athugun er leitast við að skoða hvort eins rík skylda hvíli á þessum aðilum til að gæta að hlutlægnisskyldu á öllum stigum málsmeðferðar og hvort svigrúm sé til að víkja þar frá. Farið er í gegnum lög og lögskýringargögn, ásamt skrifum fræðimanna og dómaframkvæmd. Umfjöllun styðst einnig að miklu leyti við danskan rétt þar sem sambærileg sjónarmið gilda um störf ákæranda og þeirra sem rannsaka sakamál. Er sú umfjöllun samhliða umfjöllun um íslenskan rétt. Sú skoðun sem var framkvæmd miðaði að því að varpa ljósi á hvaða skyldur og sjónarmið gilda eftir atvikum um störf ákærenda og þeirra sem rannsaka sakamál með hliðsjón af hlutlægnisskyldunni. Eðli málsins samkvæmt leiða af hlutlægnisskyldunni ýmsar skyldur og sjónarmið sem mikilvægt er að gætt sé að á öllum stigum málsmeðferðar. Draga má þá ályktun að ekki hvíli eins rík skylda á þeim sem rannsaka sakamál til að gæta að hlutlægnisskyldunni líkt og ákærendum ber að gera. Gefa verður ákærendum þó svigrúm til að víkja frá hlutlægnisskyldunni að einhverju leyti við málflutning í ljósi þeirrar sönnunarbyrði sem lögð er á þá með lögum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses the principle of objectivety of article 18(3) and article 53(2) of Act no. 88/2008 on criminal procedure which applies to both prosecutors and investigators. This is an important safety rule which entails that facts both for and against the suspect are taken into consideration and shall apply through out the whole procedure.That is during the investigation, prosecution, trial and appeal stages. This thesis seeks to examine the effect the principle of objectivity has on the work of the parties during different levels of the procedure and what duties and rules it imposes on them. Parallel with that examination it will be examined if the dutie to follow the principle of objectivity is as rich throught the whole procedure or if there is leeway to deviate from it at some point. Law, legal bills, writings of academics and case law were examined. That examination also draws heavily on danish procedure which is carried out simultaneously with the Icelandic procedure. The examination that was carried out aimed to shed a light on which duties and viewpoints are in place for the work of prosecutors and investigators with consideration of the principle of objectiviety. Due to the nature of the principle various duties and viewpoints follow from it and it is important that it is respected throughout the whole procedure. The assumption can be made that the dutie to follow the principle is not as rich regarding the investigators as is the case with the prosecutors. However a leeway must be admitted for the prosecutors to deviate from the principle on some level in the trial stages in the light of the burden of proof which is laid upon them by law.

Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12360


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutlægnisskylda sakamálaréttarfars.pdf639,73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna