is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12362

Titill: 
 • Ábyrgð vegna umhverfistjóna. Áhrif innleiðingar tilskipunar 2004/35/EB í íslenskan rétt
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessari er ætlað að útskýra með hvaða hætti ábyrgð vegna umhverfistjóna er farið í íslenskum rétti. Aukinheldur er kannað hvort frumvarp til laga um umhverfisábyrgð, sem lagt var fyrir á Alþingi á 140. löggjafarþingi og ætlað er að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/35/EB frá 21. apríl 2004, henti betur þegar fengist er við ábyrgð vegna umhverfistjóna en gildandi reglur í íslenskum rétti. Í því skyni er stiklað á stóru um réttarsviðið umhverfisrétt og farið yfir megineinkenni íslenskrar umhverfisréttarlöggjafar. Áður en farið er í ítarlega umfjöllun um frumvarpið, með hliðsjón af framangreindri tilskipun, er helstu lagaákvæðum íslensks réttar, er lúta að ábyrgð vegna umhverfistjóna, gerð skil og kannað hvernig slíkri ábyrgð er háttað þegar slíkum lagaákvæðum er ekki til að dreifa.
  Ritgerð þessi varpar ljósi á það hversu illa almennar reglur skaðabótaréttar henta þegar kemur að umhverfistjónum, vegna eðli slíkra tjóna. Þó ábyrgðargrundvöllurinn í frumvarpi til laga um umhverfisábyrgð sé í raun byggður upp með svipuðum hætti og almennt gildir í skaðabótarétti er ábyrgðin víkkuð út og fremur mælt fyrir um eins konar framkvæmda- og kostnaðarábyrgð. Þannig er tjón umhverfisins sett í forgrunn og mælt fyrir ábyrgðarreglum sem skylda rekstraraðila, sem hefur með höndum ákveðna atvinnustarfsemi, til að koma í veg fyrir umhverfistjón eða að stuðla að úrbótum. Að auki er rekstraraðila gert að greiða þann kostnað sem til fellur vegna slíkra framkvæmda á grundvelli greiðslureglu umhverfisréttar. Með þeim ábyrgðarreglum sem hér um ræðir er komist hjá helstu vandkvæðum þess að fá umhverfistjón bætt á grundvelli almennra skaðabótareglna en engu að síður er ábyrgð vegna slíkra tjóna færð í hendur tjónvalds. Á sama tíma kemur frumvarpið ekki í veg fyrir að aðilar eigi heimtur á bætur á grundvelli almennra skaðabótareglna.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this thesis is to explain what rules apply in respect of liability for environmental damage in Iceland. This thesis is furthermore intended to explore whether the legislative bill regarding environmental liability, submitted to Althingi at the 140th legislative session 2011-2012, which is intended to implement the European Parliament and Council Directive 2004/35/EC, is more suitable when dealing with liability for environmental damage then the present rules and provisions. For that purpose there is a brief overview on environmental law and the main characteristics of Icelandic environmental law are examined. Before the abovementioned bill is addressed in detail some of the key provisions of Icelandic law relating to tort liability for environmental damage are examined and how liability is imposed in the absense of such provisions.
  This thesis concludes that the general principles of Icelandic tort law are generally not the appropriate basis for environmental damage, due to the specific nature of such damage. Although the liability rules set out in the aforementioned bill are based on similar principles as the rules of Icelandic tort law the liability is expanded. Thus, the damage to the environment is put in foreground and liability rules established that consist of obligation of an operator of occupational activities to take preventive measures to prevent environmental damage and to take restorative measures where such damage has occurred. The operator is furthermore liable for the cost incurred and associated with such remediation or preventative actions on the basis of the polluter pays principle. The liability rules in question effectively bypass the key issue of how existing tort liability rules address compnsation for environmental damage, without altering the general principle that the liability is borne by the one committing the tortious act.

Samþykkt: 
 • 27.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ábyrgð vegna umhverfistjóna_SævarS.pdf624.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna