Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/12363
Nú á síðari árum hafa rannsóknir í æ meira mæli beinst að orðræðu innan kennslustofunnar, t.d. orðræðu í stærðfræði. Í þessari grein er sjónum beint að löngu samtali í stærðfræðitíma þar sem þrjár stúlkur í 8. bekk glíma við stærðfræðiþraut. Horft er á samtalið út frá tveimur sjónarhornum; annars vegar út frá stærðfræðimenntun og hins vegar út frá samtalsgreiningu. Stúlkurnar nálgast stærðfræðiþrautina á ólíkan hátt og skipa sér í ólík hlutverk í lausnaleitinni. Framlag þeirra allra skiptir þó máli við lausn verkefnisins. Greiningin sýnir beitingu stærðfræðihugtaka og glímuna við verkefnið og hún sýnir líka hvernig stúlkurnar nota tungumálið og ýmis samskiptaferli til að ná saman um niðurstöðu. Nákvæm hlustun og greining á samtali getur gefið kennurum nýja sýn á gagnsemi skilvirkrar hópvinnu. Eins má telja mikilvægt að kennarar hafi skilning á mikilvægi þess að skapa nemendum góð skilyrði til samskipta í skólastofunni og að kennarar séu sjálfir færir um að greina ólík samtalsferli og beita þeim í ólíkum samtalssniðum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
guðnythorunn.pdf | 464.56 kB | Open | Heildartexti | View/Open |