is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12365

Titill: 
  • Viðurkenning háskóla : viðhorf starfsfólks og stjórnenda við Háskóla Íslands til undirbúnings og gagnsemi viðurkenningar
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Í lögum um háskóla frá 2006 er kveðið á um að háskólar skuli sækja um viðurkenningu sem byggist á gæðaviðmiðum Bolognaferlisins. Í þessari grein er fjallað um íslenskan hluta samanburðarrannsóknar á viðurkenningu finnskra og íslenskra háskóla. Þetta er tilviksrannsókn og nær íslenski hlutinn til Háskóla Íslands. Sjónum er beint að viðhorfum starfsfólks og stjórnenda til viðurkenningarferlisins og til þess hvernig þessir hópar telja að undirbúningsvinna fyrir matið ásamt skýrslu sérfræðihópa hafi nýst háskólanum og deildum hans. Rannsóknin byggist á greiningu opinberra gagna og viðtölum við starfsmenn sem komu að viðurkenningarferlinu. Niðurstöður sýna að vinnan við undirbúning viðurkenningar nýttist stjórnvöldum háskólans og deildum hans og hún reyndist tæki til að ná betri tökum á ferlum og reglum sem erfitt hafði verið að fylgja eftir. Gagnsemi af ytra mati sérfræðihópanna fólst fyrst og fremst í því að öðlast viðurkenningu en auk þess unnu starfsmenn úr ábendingum sérfræðinganna eins og til var ætlast. Hins vegar þóttu matsskýrslur oft yfirborðskenndar og sumir efuðust um réttmæti matsins.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudrungyda.pdf289.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna