en English is Íslenska

Article University of Iceland > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12366

Title: 
  • Title is in Icelandic Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun
Published: 
  • 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Greinin fjallar um eigindlega rannsókn sem beinist að því að kanna hver sé reynsla og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum og hvaða áhrif þessi reynsla hefur haft á sjálfræði kvennanna og kynverund þeirra. Enn fremur er skoðað hvaða ástæður liggja að baki ófrjósemisaðgerðunum. Byggt er á viðtölum við sex konur með þroskahömlun á aldrinum 46–66 ára. Auk þess voru tekin viðtöl við systur þriggja kvennanna. Í niðurstöðum kemur fram að allar konurnar þurftu að gangast undir ófrjósemisaðgerðir, þar af helmingur þeirra undir fölsku yfirskini. Hinar konurnar voru hvattar til eða taldar á að fara í aðgerðirnar. Þessi reynsla var konunum sár og þær upplifðu að brotið hefði verið á sjálfræði þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda auk þess til að konurnar hafi verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu sem ófrjósemisaðgerð er. Margt bendir til að ástæðurnar fyrir því að konurnar fóru í ófrjósemisaðgerðir eigi rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi leiki mannkynbótastefnan stórt hlutverk. Konurnar höfðu fæstar áhuga á að eignast börn þrátt fyrir að þær teldu sig ráða við foreldrahlutverkið. Ástæðurnar voru fyrst og fremst að þær töldu að barneignir myndu draga verulega úr möguleikum þeirra til sjálfstæðis, þær höfðu áhyggjur af því að börnin yrðu tekin af þeim og þær treystu ekki félagslegri aðstoð sem í boði er.

Citation: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Accepted: 
  • Jun 27, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12366


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
gudrunvstef.pdf309.71 kBOpenHeildartextiPDFView/Open