is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12372

Titill: 
  • „Rosaleg óvissa hjá okkur og vondur tími“ : um starfsöryggi og líðan kennara eftir hrun
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar greinar er að skoða starfsöryggi og líðan grunn- og leikskólakennara hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Blönduðum aðferðum var beitt við gagnaöflun og greiningu. Rafrænn spurningalisti var sendur í tvígang til alls starfsfólks 20 sveitarfélaga, fyrst árið 2010 og svo aftur ári síðar. Jafnframt voru tekin rýnihópaviðtöl við grunn- og leikskólakennara í tveimur sveitarfélaganna, samtals við 30 einstaklinga. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu m.a. í ljós að í mörgum grunn- og leikskólum hefur starfsfólki verið sagt upp og starfsöryggi minnkað milli áranna 2010 og 2011. Tengsl eru á milli óöryggis og neikvæðrar heilsu og líðanar starfsfólks. Skert starfsöryggi hafði sterkust tengsl við löngun til að hætta í starfi og sterkari tengsl við sjálfmetna andlega heilsu en sjálfmetna líkamlega heilsu.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hjordisgudbjorg.pdf433,81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna