is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12373

Titill: 
  • Skólaþróun í skugga kreppu : sýn fjögurra skólastjóra í grunnskólum Reykjanesbæjar á áhrif efnahagskreppunnar á skólaþróun
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Haustið 2008 skall á efnahagskreppa sem valdið hefur umtalsverðum niðurskurði í íslenskum grunnskólum. Í þessari grein er kynnt rannsókn á reynslu fjögurra skólastjóra í grunnskólum Reykjanesbæjar af áhrifum efnahagskreppunnar á skólaþróun og aðstæður kennara til starfsþróunar. Tekin voru viðtöl við skólastjórana í mars 2010 og rýnt í kjarasamninga og reglur um úthlutun fjár til starfsþróunar kennara. Niðurstöður leiddu í ljós að fjárhagslegar forsendur og skipulagning starfsþróunar kennara og skólastjórnenda hafa breyst þannig að erfiðara er orðið að framfylgja lögum um umbóta- og þróunarstarf og fylgja eftir skólastefnu sveitarfélagsins. Skólastjórarnir telja að þótt ekki hafi dregið úr áhuga kennara á skólaþróun gæti greinilegrar togstreitu vegna ákvæða í kjarasamningum kennara um endurmenntun svo og tækifæra kennara til náms og hvernig fjármögnun starfsþróunar er háttað. Starfsþróun kennara virðist fremur taka mið af óskum og þörfum einstakra kennara en að hún sé í beinum tengslum við starfsþróunaráætlanir grunnskólanna. Að mati skólastjóranna vilja kennarar frekar sinna starfsþróun innan daglegs vinnutíma og á starfstíma skóla heldur en utan starfstíma skóla. Þetta vekur spurningar um samband skólastefnu sveitarfélaganna við kjarasamninga kennara og skólastjórnenda og um forræði skólastjóra yfir fé sem úthlutað er til skólaþróunar.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
joninaaudur.pdf370.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna