is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12377

Titill: 
  • Þekkingarfræði og opinberar námskrár : um náttúruvísindalega þekkingu í námskrám fyrir skyldunám frá 1960 til aldamóta
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Hér er sagt frá rannsókn á náttúruvísindahluta hinnar opinberu námskrár fyrir skyldunám á Íslandi. Textar námskrárheftanna 1960, 1976, 1989 og 1999 (í gildi 1960 til 2010) voru rannsakaðir og greindir með tilliti til umfjöllunar um þekkingu, þ.e. að hvaða marki var lögð áhersla á miðlun náttúruvísindalegrar þekkingar annars vegar og hins vegar á virkni nemenda sjálfra við uppbyggingu þekkingar og skilnings. Við greininguna var stuðst við átta viðmið, þrjú sem tengdust fremur miðlun þekkingar og leikni og fimm sem beindust að námi sem hugsmíði. Meginniðurstöður voru þær að miðlun þekkingar og leikni reyndist vera ríkjandi mestallt tímabilið sem námskrárnar voru í gildi. En viðmið sem tengdust hugsmíði fengu mismikið vægi, þótt áherslur í þá veru hafi greinilega farið vaxandi eftir því sem nær leið nútímanum.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Tengd vefslóð: 
  • http://netla.hi.is/arslok-2011
Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meyvant.pdf325.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna