en English is Íslenska

Article University of Iceland > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12378

Title: 
  • is Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum 1996–2011
Published: 
  • 2011
Abstract: 
  • is

    Undanfarna tvo áratugi hefur fólki með erlendan bakgrunn fjölgað ört hér á landi. Þetta á bæði við um innflytjendur, börn innflytjenda og fólk af blönduðum uppruna. Lengi vel voru börn fá meðal fólks af erlendum uppruna en þetta hefur tekið örum breytingum á allra síðustu árum. Enn sem komið er eru einstaklingar á framhaldsskólaaldri þó afar fáir en þeim mun fyrirsjáanlega fjölga ört á komandi árum. Í rannsókninni er borin saman framhaldsskólasókn innflytjenda, einstaklinga af blönduðum uppruna og Íslendinga. Rannsóknin sýnir að staða ungmenna af erlendum uppruna er afar slæm hér á landi og mun verri en meðaltal Evrópusambands- og EESlandanna gefur til kynna. Verst er staðan meðal innflytjenda, einkum meðal karla. Þannig höfðu 60% allra karla í hópi innflytjenda, sem bjuggu hér við lok grunnskóla, ekki lokið námi á framhaldskólastigi við 22 ára aldur. Þetta er nærri helmingi hærra hlutfall en meðal íslenskra jafnaldra þeirra. Athugun okkur gefur til kynna að brýn þörf er á frekari rannsóknum á stöðu barna og ungmenna í íslenskum skólum.

Citation: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Accepted: 
  • Jun 27, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12378


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
olofgudjon.pdf476.9 kBOpenHeildartextiPDFView/Open