en English is Íslenska

Article University of Iceland > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12379

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif mismunandi fræðslu á matarvenjur og matargerð eldri einstaklinga
Published: 
  • 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif tvenns konar íhlutunar á matarvenjur og matargerð á meðal eldra fólks. Þátttakendur voru 91 talsins á aldrinum 67–91 árs og var skipt tilviljunarkennt í tvo hópa, eldhúshóp (EH) og viðmiðunarhóp (VH). Báðir hóparnir fengu þrjá stutta fyrirlestra um næringu en EH fékk einnig tvö stutt einstaklingsviðtöl og verklega kennslu í eldhúsi í tvö skipti. Til að meta breytingar á matarvenjum fylltu báðir hópar þrisvar sinnum út þriggja daga matardagbækur og jafnframt svaraði EH spurningalista um reynslu af verklegu kennslunni í eldhúsi og notagildi hennar. Í niðurstöðum voru bornar saman breytingar á matarvenjum milli hópanna og milli kynja innan þeirra. Flestar jákvæðar breytingar urðu á matarvenjum karla í EH þrátt fyrir að flestir þeirra teldu sig ekki hafa breytt matarvenjum sínum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að fræðsla, sem felur í sér verklega kennslu og einstaklingsviðtöl, leiði til fleiri jákvæðra breytinga á mataræði en fyrirlestrar eingöngu.

Citation: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Accepted: 
  • Jun 27, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12379


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ragnh.pdf473.17 kBOpenHeildartextiPDFView/Open