is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12381

Titill: 
 • Dulbúnar hegðunarreglur í vátryggingarsamningum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megineinkenni vátrygginga er að vátryggingafélag yfirtekur fjárhagslega áhættu, sem vátryggingartaki býr við, gegn greiðslu iðgjald. Vátryggingafélögum er frjálst að afmarka og takmarka þá áhættu sem það yfirtekur í samræmi við meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi. Eru slíkar afmarkanir og takmarkanir á ábyrgð félagsins gjarnan nefndar hlutlægar og hafa gildi samkvæmt orðanna hljóðan. Takmörkun á ábyrgð félagsins á grundvelli þess að forsendur fyrir samningnum bresta eða reynast rangar vegna háttsemi vátryggingartaka/vátryggðs getur aðeins komið til álita að skilyrðum IV. kafla laga nr. 30/2004 uppfylltum. Uppi getur verið sú staða að skilmálaákvæði feli að forminu til í sér hlutlæga ábyrgðartakmörkun en við túlkun ákvæðisins kemur í ljós að það tengist aðstæðum sem vátryggingartaki/vátryggður getur með háttsemi sinni haft áhrif á. Slík skilmálaákvæði teljast fela í sér svonefndar dulbúnar hegðunarreglur. Álitamál tengd dulbúnum hegðunarreglum og réttaráhrifum slíkra reglna eru umfjöllunarefni ritgerðar þessarar.
  Markmið ritgerðarinnar var að leitast við að varpa ljósi á það hvort dulbúnar hegðunarreglur væri að finna í samningsskilmálum innbústryggingar, innbúskaskótryggingar og farangurstryggingar í samsettum fjölskyldu- og heimilistryggingum Sjóvár, VÍS, TM og Varðar og hvaða réttaráhrif slík ákvæði kynnu að hafa. Í því skyni var litið til réttarframkvæmdar í tíð eldri laga um vátryggingarsamninga og núgildandi réttarframkvæmdar með hliðsjón af norskum og dönskum rétti enda fræðiskrif og framkvæmd rýr hér á landi. Niðurstaðan var sú að dulbúnar hegðunarreglur er að finna í samningsskilmálum áðurgreindra trygginga hjá Sjóvá, TM og Verði en ekki í samningsskilmálum VÍS. Þá mátti leiða líkur að því að slíkum skilmálaákvæðum geti verið beitt til þess að takmarka ábyrgð félagsins á grundvelli þess að varúðarregla hafi verið brotin. Það virðist því vera lítill hvati fyrir vátryggingafélög til að umbreyta skilmálaákvæðum sem fela í sér dulbúna hegðunarreglu til samræmis við lögin og markmiði laganna um að takmarka eða eyða réttaróvissu í þessum efnum sé því ekki fyllilega fullnægt.

 • Útdráttur er á ensku

  The main feature of insurance is that insurance companies take over financial risks, which the policyholder is exposed to, against payment of premium. Insurance companies are free to target and limit their responsibilities in accordance to the principal rule of negotiating freedom. Limitation of companies responsibiliteis, on the grounds of contract violation by the insured party conduct, will only be done when the condition of Chapter IV. of Act. no. 30/2004 have been met. A situation can occur that a clause provision includes, in theory an objective responsibility restriction, but on further interpretation of the clause it turns out that it has to do with a situation the insured party can influence with his/her conduct. These kinds of clause provisions are known to have so called hidden behavioral rules. The thesis addresses issues connected to hidden behavioral rules and their legal consequences.
  The aim of the thesis is to see if there are any hidden behavioral rules within the contract conditions in combined family- and home insurance contracts of Sjóvá, VÍS, TM and Vörður and the legal consequences such provisions could have. Since academic writings on the subject are rare in Iceland the court process of the repealed Act. regarding insurance contracts, was reviewed, as well as the Icelandic current court process compared to Norwegian and Danish laws. The conclusion was that hidden behavioral rules are found within contract conditions of contracts of Sjóvá, TM and Vörður but not in contract conditions of VÍS. It can be assumed that hidden bahavioral rules can be used to limit the responsibility of the company based on a neglection of a precautionary rule. Therefore the companies have little incentive to change these clause provisions to accomodate the law and its goal to limit or eradicate this legal uncertainty in these cases.

Samþykkt: 
 • 28.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð 2012 Lokaskil LÆST.pdf613.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna