is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12385

Titill: 
 • Upptökuheimildir almennra hegningarlaga í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu
 • Titill er á ensku Confiscation under the Icelandic General Penal Code, from the perspective of the European Convention on Human Rights
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða ákvæði VII. kafla A. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eins og honum var breytt með lögum nr. 149/2009, í ljósi 6. gr. og 1. gr. 1. viðauka samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sem almennt er nefndur Mannréttindasáttmáli Evrópu.
  Ritgerðin hefst á því að er gerð grein fyrir því hvað teljist vera eignaupptaka í skilningi refsilaga og litið til þess hvað aðskilur refsingar annars vegar og önnur refsikennd viðurlögum svo sem upptöku hins vegar. Skoðaður er tilgangur upptöku og hvað geti orðið andlag hennar.
  Gerð er stuttlega grein fyrir eldri löggjöf á sviði upptöku eigna sem refsikenndra viðurlaga og aðdraganda setningu núgildandi laga. Ítarlega er síðan fjallað um þann hluta laga nr. 149/2009 sem breytti upptökukafla almennra hegningarlaga.
  Því næst er farið yfir þau réttindi sem felast í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, með áherslu á 2. mgr. 6. gr. og réttinn til að teljast saklaus uns sekt er sönnuð. Ennfremur er með sama hætti gerð grein fyrir 1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Í báðum tilfellum er þess freistað að meta hvort ákvæði VII. kafli A. almennra hegningarlaga samrýmist nefndum ákvæðum sáttmálans.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær, að þegar metið er hvort um sé að ræða réttláta málsmeðferð eða viðurlög, verði að vega réttindi sakbornings á móti hagsmunum almennings af þeim aðgerðum sem beitt er hverju sinni. Er í framhaldinu bent á að slíkir almannahagsmunir geti þó aldrei orðið til þess að réttlæta ráðstafanir sem svipta sakborning grundvallarréttindum sínum, eins og réttinum til að tjá sig ekki um sakargiftir og réttinum til að fella ekki á sig sök. Ennfremur er komist að því, að erfið sönnunarstaða og umfang brota, ásamt hag samfélagsins af því að brot séu upplýst, megi ekki verða til þess að réttlæta brot á slíkum grundvallarréttindum.

 • Útdráttur er á ensku

  The object of this thesis is to review Chapter VII. A. of the Icelandic General Penal Code No. 19/1940 as amended by Act No. 149/2009, from the perspective of The European Convention on Human Rights(ECHR), namely Article 6 and Article 1 of Protocol No. 1.
  The first part of the thesis aims at clarifying what constitutes a confiscation within the context of criminal law and explain the differences between punishment and other criminal sanctions, such as confiscation. The thesis then looks into the purpose of confiscation, and what can be subject to it.
  The second part of the thesis makes a brief account of older legislation on confiscation as a result of criminal conduct and the background of the current legislation. This is followed by an in-depth analysis of the current statute.
  Then the thesis examines Article 6 of ECHR, in particular the right to be presumed innocent until proven guilty according to law, in the second paragraph. This is followed by an examination of Article 1 of Protocol No. 1 on protection of property.
  In each case the Icelandic statute is analysed with regard to the rights contained in each of the aforementioned articles of the ECHR and eventually conclusions are drawn from the comparison.
  The main findings of this thesis are that when determining the fairness of proceedings, investigation or punishment of an offence, the individual interest of the suspect must be weighed against the public interest of such measures. However it is pointed out that public interest concerns cannot justify measures which deprive the individual of fundamental rights, such as the right not to incriminate oneself. Furthermore it is concluded that complexity and scale of an offence cannot justify a breach of such rights.

Samþykkt: 
 • 28.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upptaka_i_ljosi_MSE_PHH.pdf692.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna