is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12386

Titill: 
 • Réttarstaða sjómanna í vinnuslysum : slysatrygging sjómanna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefnið í þessari ritgerð er að skoða einn lið í bótarétti sjómanna og varpa ljósi á réttarstöðu sjómanna þegar vinnuslys eiga sér stað. Í því tilliti er sérstök áhersla lögð á álitamál sem tengjast slysatryggingu sjómanna.
  Í upphafi ritgerðarinnar er farið yfir ýmis tölfræðileg gögn er varðar sjómenn, svo sem lögskráningu sjómanna, slysatíðni og algengustu orsök slysa á sjómönnum. Farið er yfir hvernig réttarstaða sjómanna hefur verið að þróast og styrkjast undanfarin ár. Nokkuð ítarlega er fjallað um það þegar hlutlæg ábyrgð útgerðarmanns kom til. Auk þess er úrskurði gerðardóms þann 30. júni 2001 gerð góð skil, en eftir þann úrskurð breyttist réttarstaða ákveðinna sjómanna umtalsvert. Niðurstaða gerðardóms var meðal annars að bætur úr slysatryggingu sjómanna munu ákvarðast á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993 leiði það til hærri bóta en samkvæmt 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985.
  Rík skylda hvílir á útgerðarmönnum að tryggja skipverja. Hins vegar er vátryggingarverndin ekki alltaf sú sama á þeim tryggingum sem útgerðarmenn kaupa. Í því samhengi er hluti af sjómönnum sem geta aðeins fengið bætur skv. 172. gr. siglingalaga en aðrir sjómenn fá bætur skv. skaðabótalögum, nema þegar 172. gr. siglingalaga leiðir til hærri heildarbóta. Í því skyni er farið yfir bótaliði skaðabótalaga með sérstöku tilliti til sjómanna og athugað hvort skaðabótalögin henti sjómönnum við útreikning bóta, auk þess sem bætur skv. 172. gr. siglingalaga eru skoðaðar. Störf sjómanna eru sérstaks eðlis og er því farið yfir sönnun á líkamstjóni hjá skipverjum. Mikilvægt er að leita læknis eins fljótt og auðið er, skrá slysið í skipsbók og tilkynna það til réttra aðila. Þá er gerð grein fyrir slysahugtakinu í slysatryggingu sjómanna auk annarra atriða sem tengist slysatryggingu sjómanna á einhvern hátt og þótti því eðlilegt og rétt að fjalla um.

 • Útdráttur er á ensku

  The legal position of seafarers in occupational accidents - seafarers’ accident insurance: The main subject of this dissertation is to examine a part of seafarers' right to compensation and shed a light on the legal position of seafarers in the event of an occupational accident. Special emphasis is placed on matters of controversy which relate to seafarers' accident insurance.
  In the beginning of the dissertation various statistical data is reviewed relating to seafarers such as legal registration of seafarers, accident rates and the most common cause for seafarers' accidents. The development of seafarers' legal position will be discussed and how it has become stronger in recent years. The establishment of objective responsibility of the fisheries operator is discussed in some detail. In addition, the decision of the arbitration tribunal from 30 June 2001 is explained in detail, as the decision lead to considerable change to seafarers' legal position. The conclusion of the arbitration tribunal was, inter alia, that damages under seafarers' accident insurance were to be determined on the basis of Act No. 50/1993 on Tort if that would lead to higher damages being awarded than according to Article 172 of the Maritime Act No. 34/1985.
  Fisheries operators have a great duty to insure seafarers. However, the insurance coverage can differ according to what insurance the fisheries operators purchase. In that context, there is a group of seafarers who can only be awarded damages according to Article 172 of the Maritime Act while other seafarers are awarded damages according to the Act on Tort except in those circumstances when Article 172 of the Maritime Act leads to higher damages being awarded. For this purpose, the damages clauses in the Act on Tort are examined with special regard to seafarers, and it examined whether the Act on Tort is suitable for seafarers when calculating damages. In addition, damages according to Article 172 of the Maritime Act are reviewed. As the work seafarers perform is of a special nature, the proof of seafarers' personal injuries is also examined. It is important to visit a doctor as soon as possible, log the accident in a ship's log book and notify the relevant parties. The concept of accident in seafarers’ accident insurance is discussed in addition to other points which relate to seafarers’ accident insurance in some way and which was deemed right and proper to discuss.

Samþykkt: 
 • 28.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerd_Heidmar_Gudmundsson.pdf718.69 kBLokaðurHeildartextiPDF