is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Lagadeild > ML verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12390

Titill: 
  • Reglur um stórar áhættuskuldbindingar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er áhersla lögð á umfjöllun um reglur um stórar áhættuskuldbindingar í skilningi laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Ritgerðin skiptist í meginatriðum í fjóra þætti, sögulegt yfirlit og umfjöllun um þróun, skilgreiningar hugtaka, frádráttarreglur og undanþágur frá tengingu, og að lokum um eftirlit með stórum áhættum. Umfjöllun um sögulegt yfirlit og þróun fjallar um upphaf reglnanna sem birtust fyrst í formi tilmæla framkvæmdastjórnarinnar 87/62/EBE árið 1987, þróun þeirra allt til dagsins í dag og innleiðingu reglnanna inn í íslenskan rétt við gildistöku EES-samningsins árið 1994. Umfjöllun um skilgreiningar hugtaka fjallar um þau hugtök sem koma fyrir í 30. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Sérstök áhersla er lögð á hugtakið hópur tengdra viðskiptamanna, yfirráð og fjárhagsleg tengsl. Reglurnar eru skoðaðar með augum eftirlitsaðila og eftirlitsskyldra aðila, með áherslu á skýrleika ákvæðanna. Litið er til leiðbeiningarreglna Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (European Banking Authority) um skilgreiningu á hugtakinu hópur tengdra viðskiptavina við yfirferðina. Farið er stuttlega yfir frádráttarreglurnar og undanþágur frá tengingu. Í umfjöllun um eftirlit með stórum áhættum er kannað hvernig íslensku viðskiptabankarnir viðhafa eftirlit með stórum áhættum og niðurstöður bornar saman. Að lokum eru dregnar saman helstu niðurstöður þar sem höfundur gagnrýnir meðal annars skort á leiðbeiningum um eftirlit með stórum áhættum til handa fjármálafyrirtækjum og hins vegar einstaka sjónarmið Fjármálaeftirlitsins við mat á hópi tengdra viðskiptavina.

Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HBHV_ML_ritgerd.pdf1.11 MBLokaðurHeildartextiPDF