is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12392

Titill: 
  • Skrifa nafnið sitt í leikskóla og lesa í grunnskóla : um þróun í læsi á meðal barna við lok leikskólagöngu
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Vorið 2011 lauk tveggja ára þróunarverkefni í einu af leikskólahverfum Reykjavíkur. Í lokaáfanga verkefnisins voru tekin hópviðtöl samkvæmt eigindlegri rannsóknarhefð við áttatíu og níu elstu börnin í fimm leikskólum hverfisins. Tilgangurinn var að leita eftir viðhorfum barnanna til leikskólaáranna og kanna væntingar þeirra til þess að byrja í grunnskóla. Eitt af því sem fram kom í viðtölunum voru vísbendingar í þá veru að mörg barnanna væru komin á veg að þróa með sér læsi. Þessi grein beinist að þeim niðurstöðum þróunarverkefnisins. Börnin þekkja hlutverk ritmáls, kunna marga bókstafi og sum geta lesið orð og lengri texta. Í hugum barnanna er skýr munur á því hvort þau leika sér með stafi eða læra þá. Þau leika sér í leikskólanum og æfa sig þar en læra bókstafina heima. Börnin eru þess fullviss að í grunnskólanum læri þau að lesa og skrifa. Börnin kunna að skrifa nafnið sitt sjálf og það hafa þau lært heima og í leikskólanum.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rannveig.pdf363,75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna