is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12398

Titill: 
 • Forræði yfir sjávarauðlindinni og hlutverk aðildarríkja ESB
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er horft til aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu og þeirrar kröfu Íslendinga að halda forræði yfir stjórn veiða. Með þetta í huga er leitast við að svara eftirfarandi spurningu:
  Er eitthvað í sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins sem styður það að Íslandi haldi forræði yfir sjávarauðlindinni?
  Samhliða þessari spurningu er reynt að svara þremur undirspurningum, þ.e.:
  Er um einhverjar undantekningar að ræða frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni?
  Ef svo er, með hvaða hætti er þeim beitt og fyrir hvern gilda þær?
  Hversu mikið hlutverk er aðildarríkjum Evrópusambandsins falið á sviði sjávarútvegs samkvæmt gildandi regluverki?
  Farið er um víðan völl í ritgerðinni og eru hin ýmsu stjórntæki Evrópusambandsins skoðuð. Ítarlega er fjallað um heildarafla, hvernig þeir eru ákvarðaðir og hvernig þeim er úthlutað. Þá er gert grein fyrir öðrum mikilvægum stjórntækjum, þ.e. langtímaáætlunum og tæknilegum ráðstöfunum og helstu reglugerðir skoðaðar þar sem framangreind stjórntæki eru útfærð í löggjöf Evrópusambandsins. Auk þess er tekið mið af þeirri endurskoðun á sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem nú stendur yfir.
  Því næst er fjallað um það vald sem aðildarríkjum er falið samkvæmt gildandi regluverki og kannað með hvaða hætti aðildarríkin geti beitt slíku valdi og hversu langt þau megi ganga. Við endurskoðun sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar hefur komið fram að aukinn vilji sé til þess að fela aðildarríkjum meira hlutverk og er kannað með hvaða hætti það samræmist kröfum Íslands í aðildarviðræðum. Þá eru mögulegar undantekningar frá sjávarútvegsstefnunni skoðaðar auk fordæma fyrir slíkum undanþágum.
  Í ljós kemur að ýmis atriði styðja kröfur Íslendinga þó ekkert eitt atriði vegi þyngst. Samlegðaráhrif þessara atriða leiða þó til þess að Ísland hefur allnokkur vopn á hendi í aðildarviðræðum að Evrópusambandinu og er því alls ekki loku fyrir það skotið að fallist verði á kröfur Íslendinga um að halda forræði yfir sjávarauðlindinni.

 • Útdráttur er á ensku

  ABSTRACT
  This thesis focuses on negotiations regarding Iceland‘s accession into the European Union, especially with regard to Iceland‘s demand that it retains national control of fisheries management. Under this pretence the author attempts to answer the following question:
  Is there anything in the European Union‘s legislative framework that supports Iceland‘s claim of retaining national control over fisheries resources?
  Alongside this question the author seeks to clarify on three sub-questions, i.e.:
  Do any derogations apply within the framework of the EU Common Fisheries Policy?
  If so, how are such derogations applied and to whom do they apply?
  How much power is delegated to Member States within the EU framework?
  Various of EU‘s control measures are observed. Total Allowable Catches are discussed in detail, how they are decided and administered. Other important control measures are also observed, i.e. long-term management plans and technical measures, along with regulations, where such measures are implemented. The author bears in mind the ongoing reform of the Common Fisheries Policy.
  Next, attention is turned to the powers that are delegated to Member States and it is observed by what means such powers can be exercised and how far Member States can go when exercising such powers. During the reform of the Common Fisheries Policy an increased will to expand Member States‘ roles has surfaced. This thesis examines how such ideas correspond to Iceland‘s demands. There is also focus on possible derogations from the Common Fisheries Policy along with precedents of such derogations.
  It turns out that various points support Iceland‘s demands although no single point outweighs the others. When considered together these points provide Iceland with reasonably strong justifications to its claims. Therefore, it is not a foregone conclusion that Iceland‘s demands to retain control of fisheries management will be denied.

Samþykkt: 
 • 28.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BIRKIR_GUÐLAUGSSON_MEISTARARITGERÐ_VOR_2012.pdf905.31 kBLokaðurHeildartextiPDF