is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12400

Titill: 
  • Á tímamótum : framhaldsskólanemendur með hreyfihömlun
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknar sem hér er kynnt var að kanna hvernig sex unglingum á grunnskólastigi, sem tóku þátt í doktorsrannsókninni Þátttaka nemenda með hreyfihömlun í skólastarfi, hefur vegnað í framhaldsskóla. Rýnt var í aðstæður þeirra og viðhorf. Greint er frá þeim hluta rannsóknarinnar sem víkur að skólakerfinu, sér í lagi upplifun og reynslu nemendanna af grunnskólagöngu annars vegar og framhaldsskóla hins vegar. Gögnum var safnað með opnum viðtölum við ungmennin og vettvangsathugunum í skólum þeirra. Stuðst var við vinnulag grundaðrar kenningar við greiningu gagna. Þótt ungmennin séu ólík eiga þau ýmislegt sameiginlegt. Almennt eru þau sátt við framhaldsskólann og sammála um að hann komi mun betur til móts við þarfir þeirra en grunnskólinn, bæði námslega og félagslega. Auk þess virðist umhverfi framhaldsskóla að mörgu leyti aðgengilegra en grunnskóla. Þegar litið er til einstaklingsbundinna þarfa má þó eitt og annað betur fara í aðgengi og möguleikum nemenda til þátttöku og sjálfræðis.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
snaefridur.pdf279.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna