is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12402

Titill: 
 • Sanngjarnt endurgjald vegna uppfinninga sem starfsmenn kunna að gera í starfi sínu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um framsal uppfinninga sem starfsmenn kunna að gera í starfi sínu og þær reglur sem gilda eiga um slíkt framsal og þá sérstaklega sanngjarnt endurgjald til starfsmannsins.
  Í ritgerðinni er leitast við að svara nokkrum rannsóknarspurningum:
  Í fyrsta lagi er spurt hvort markmið um hvata sem sett voru hafi náðst.
  Í öðru lagi er reynt að komast að því hvort framsal án sérstaks endurgjalds sbr. 2. ml. 2 mgr. 7. gr. lagana geti mögulega brotið í bága við tilgang og anda lagana og skapi fleiri vandamál en leyst eru.
  Í þriðja lagi er spurt hvort sú löggjöf sem sett var árið 2004 hafi í raun komið allt of seint og hvort hún þjóni tilgangi sínum.
  Að lokum er gerð tilraun til að varpa ljósi á framlag uppfinningamanns eða uppfinningamanna þegar kemur að mati á hlutdeild starfsmannsins í uppfinningunni.
  Litið var til þróunar löggjafar, reynslu og framkvæmdar í öðrum löndum, einkum á hinum Norðurlöndunum sem og umfjöllunar norrænna fræðimanna, en umfjöllun um efnið hér á landi hefur verið mjög takmarkað, hvort sem litið er til umræðunnar fyrir eða eftir setningu laga um uppfinningar starfsmanna.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að engar vísbendingar finnast til stuðnings því að lögin hafi verið hvetjandi, hvorki fyrir starfsmenn né atvinnurekendur. Ennfremur má sjá ákveðnar vísbendingar í þá veru að útfærsla sú sem valin var varðandi orðalag 2. ml. 2 mgr. 7. gr skapi fleiri vandamál en hún leysir. Að lokum bendir margt til þess að lögin hafi komið of seint. Í ljósi þeirra stórstígu breytinga og þróun á nýsköpunarvinnu sem orðið hefur á síðustu áratugum má segja að það sé í grundvallaratriðum nauðsynlegt að nálgast það mikilvæga verkefni að hvetja uppfinningamenn til að koma fram uppfinningar með þeim hætti að þeir fái sanngjarnt endurgjald fyrir framlag sitt með nýjum hætti.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this thesis is assignment of the inventions that employees may make during the course of their work and the rules that apply to that process, in particular those regarding reasonable compensation for the employee.
  The thesis addresses the following problem areas and attempts to provide answers:
  Firstly, whether the objective of motivation has been meet.
  Secondly, whether it can be claimed that an assignment where no reasonable compensation is paid, in accordance with sub-paragraph 2 of the second paragraph of Article 7 in Act no 72/2004, counteracts the intention and spirit of the law, and whether it creates more problems than it solves.
  Thirdly, whether the 2004 Act was possibly introduced too late and whether it does indeed serve its purpose.
  Lastly, an attempt is made to clarify the inventive contribution term in connection to evaluation of the inventors share in the invention.
  In answering the proposed problems, various factors were taken into account, namely legislation development, experience and practice abroad, as well as academic discussion, since the topic has hardly been discussed at all in Iceland, neither before nor after Act 72/2004 was passed.
  The main results of the thesis are that there is no evidence to support the view that the law has proven to be motivating, neither for employees nor employers. Moreover, there are certain indications that the phrasing of sub-paragraph 2 of paragraph 2 of Article 7 of Act 72/2004 really creates more problems than it solves. Finally, there are several factors that indicate that the law in question was in fact introduced too late. Bearing the substantial changes and ongoing developments in innovation over the last decades in mind, it can be claimed that the fundaments of the legislation should be approached in such a way that the framework around reasonable compensation for employee inventors will need to be restructured.

Samþykkt: 
 • 28.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GOH Sanngjart endurgjald endl..pdf901.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna