Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12403
Greinin fjallar um eigindlega forrannsókn sem gerð var með það að markmiði að varpa ljósi á sjónarhorn, merkingu og skilning barna á náttúrunni. Í greininni er aðferðafræðileg nálgun í forgrunni og er það í samræmi við tilgang rannsóknarinnar, sem er að nýta niðurstöður við undirbúning doktorsrannsóknar höfundar. Ákveðið var að gera rannsóknina meðal annars vegna þess að þegar ekki er vitað hvernig þátttakendur skilja ákveðin hugtök getur gefið góða raun að undirbúa hönnun spurningalista með eigindlegri forrannsókn. Til að ná fram markmiði rannsóknarinnar voru tekin viðtöl við þrjú börn á aldrinum tíu til þrettán ára, ásamt því að farið var í vettvangsferðir út í náttúruna. Auk þess tóku fjórtán börn á aldrinum sex til þrettán ára ljósmyndir, skrifuðu niður lýsingar á myndum sínum og svöruðu fjórum spurningum. Í ljós kom að ljósmyndir gagnast vel við að laða fram sjónarhorn barna á náttúruna, ekki síst ef börnin taka myndirnar sjálf og fá tækifæri til að skrifa um náttúruna með sínum eigin orðum. Niðurstöður gefa einnig vísbendingar um ýmis atriði sem hafa þarf í huga við gerð mælitækja, þá sérstaklega hönnun spurningalista og tímadagbókar en einnig gerð viðtalsramma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
vanda.pdf | 847.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |