is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12411

Titill: 
 • Meginreglan um hraða málsmeðferð í sakamálum: afleiðingar brota á reglunni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um þær afleiðingar sem óhóflegur dráttur á meðferð sakamála getur haft í för með sér. Er sérstök áhersla lögð á þær afleiðingar sem dráttur á málsmeðferð getur haft á niðurstöðu máls og hvort lesa megi út úr dómaframkvæmd einhverja reglu um val dómstóla á viðeigandi afleiðingum.
  Verði óhóflegur dráttur á málsmeðferð getur það haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Getur hann haft þær afleiðingar að sök fyrnist eða að tekið sé tillit til dráttar við ákvörðun refsingar, svo sem að ákvörðun refsingar sé frestað, refsing sé skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta eða hún sé milduð. Þá getur dráttur leitt til aðfinnsla Hæstaréttar án þess að það hafi bein áhrif við ákvörðun refsingar. Loks getur dráttur leitt til þess að dómara sé gerð sekt, ríkinu sé gert að greiða skaðabætur, ekki sé fallist á frestun máls eða þvingunarráðstöfun sem beitt hefur verið er felld úr gildi eða henni sé markaður skemmri tími.
  Í dómaframkvæmd kemur ekki fram með skýrum hætti að alvarleiki brota skipti máli við val dómara á afleiðingu. Þó má finna vísbendingar um það í dómunum að hann geti skipt máli í alvarlegustu brotaflokkunum. Dómaframkvæmd ber með sér að lengd dráttar á málsmeðferð skiptir almennt máli varðandi það hvaða afleiðing verður fyrir valinu en erfitt er hins vegar að sjá skýrt samhengi milli lengd dráttar og vals á afleiðingu. Loks virtist ekki skipta máli á hvaða stigi málsmeðferðar dráttur verður. Virðist vera hægt að lesa ákveðna tilhneigingu hjá dómstólum við val á afleiðingu án þess að hægt sé að segja að skýrar reglur séu fyrir hendi. Þá ber dómaframkvæmd almennt með sér að dráttur þurfi að vera verulegur til þess að hann hafi áhrif við ákvörðun refsingar og verður því ekki séð að dómarar séu að beita þeirri refsiákvörðunarástæðu í of miklum mæli.

 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation discusses the consequences entailed in an excessive delay in criminal proceedings. Special emphasis is placed on the consequences which a delay in proceedings can have in a courts’ decision and whether a rule can be interpreted from case law regarding the courts' choice of relevant consequences.
  Excessive delay in proceedings can lead to various consequences. Excessive delay may lead to the expiry of a criminal liability or affect the determination of a sentence whereby the delay is taken into account when the sentence is determined; the sentence may be suspended entirely, or partially, or the sentence may be reduced. Furthermore, a delay can lead to criticisms from the Supreme Court without the delay affecting the determination of the sentence further. Finally, a delay can lead to a judge being sentenced, damages being paid by the State, the postponement of a case not being accepted or coercive measures being suspended or being valid for a shorter period of time than they would have been otherwise.
  Case law does not suggest clearly that the seriousness of violations affect judge’s choice of consequence. However, indications can be found in the judgements that the delay can matter in the most serious violations categories. Case law suggests that the length of the delay in proceedings does generally matter while it is difficult, on the other hand, to see a clear correlation between the length of the delay and the choice of consequence. Finally, it did not seem to matter at what stage in the proceedings the delay occurred. A certain tendency can be seen with the courts in their choice of consequence or so it seems, however, it is not possible to maintain that clear rules are in place. Case law also generally suggests that the delay has to be considerable and it cannot, therefore, be seen that judges apply that reason in determining sentence too often.

Samþykkt: 
 • 28.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð, HelgaReynis.pdf584.2 kBLokaðurHeildartextiPDF