is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12412

Titill: 
 • Tilkoma, inntak og framkvæmd tilkynningarfrests, skv. 1. mgr. 51. gr. og 1. mgr. 124. gr. vátryggingarsamningalaga, nr. 30/2004.
 • Titill er á ensku Implementation, Content and Execution of Notice of Claim according to first Paragraph of Article 51 and first Paragraph of Article 124 of Icelandic Insurance Contracts Law no. 30/2004.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefnið er sá frestur sem vátryggður hefur til að tilkynna um tjón, sem vátryggingarverndar nýtur á grundvelli vátryggingarsamnings, til vátryggingafélags, sbr. 1. mgr. 51. gr. og 1. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga (VSL). Ritgerðin varpar ljósi á tilkomu, inntak og framkvæmd tilkynningarfrestsins.
  Fjallað er um forsögu þess að lagagreinarnar voru lögfestar og hver réttarstaðan var fyrir gildistöku þeirra. Varpað er ljósi á sögulegan aðdraganda að lögfestingu. Skýrt er hvaðan reglan er komin og í hvaða tilgangi hún var innleidd. Gerð er grein fyrir áhrifum lögfestingar ákvæða um tilkynningarfrest á neytendavernd, m.a. á grundvelli almenna hluta samningaréttarins. Fjallað er um meginreglur varðandi upphafspunkt tilkynningarfrests. Sönnunarbyrði og sönnunarstaða tjónþola er skoðuð.
  Horft er til norsks vátryggingarréttar og sambærileg ákvæði norsku vátryggingarsamningalaganna skoðuð og borin saman við þau íslensku. Farið er yfir helstu lögskýringargögn sem fylgdu norsku lögunum, til að varpa ljósi á þau sjónarmið sem lágu til grundvallar lögfestingar tilkynningarfrests í Noregi. Dómar varðandi tilkynningarfrest eru reifaðir og sérstök greining er gerð á framkvæmd úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Horft er til norskrar framkvæmdar ákvæðanna til samanburðar.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að tilkynningarfrestur var innleiddur í VSL. að norskri fyrirmynd. Forsendur löggjafans í Noregi fyrir lögfestingu tilkynningarfrests varðandi persónutryggingar virðast ekki hafa gengið eftir. Vátryggingafélög virðast beita tilkynningarfresti fyrir sig með ströngum hætti. Framkvæmd virðist ekki vera í nægilega föstum skorðum hjá úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum.
  Vandkvæði varðandi framkvæmd tilkynningarfrests snúa að alvarlegum líkamstjónum þar sem afleiðingar tjóna koma ekki strax í ljós. Ákvörðun á upphafspunkti tilkynningarfrests er mjög matskenndur og huglægur. Hætta er á að niðurstaða mála geti talist vera mjög ósanngjörn fyrir tjónþola. Höfundur leggur til að lengja eigi tilkynningarfrest 1. mgr. 124. gr. VSL. úr einu ári í fjögur ár.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this Thesis is the period the insured has to give a Notice of a Claim to an Insurance Company according to first Paragraph of Article 51 and first Paragraph of Article 124 of Icelandic Insurance Contracts Law no. 30/2004. The Thesis sheds light on the implementation, content and execution of this notice period.
  The background of the above Articles is reviewed and what the legal status was before they were implemented is clarified. The history that lead up to the Articles being entered into law is discussed and the purpose of introducing them. Comparable provisions in the Norwegian Insurance Contracts Law are reviewed and compared to the Articles.
  Judgments regarding the notification period are reviewed and also the rulings of the Insurance Ruling Board. The effects of introducing the notification period to law on consumer protection provided by general contract law is reviewed. The notification provisions are analyzed and compared to similar provisions of Norwegian law. The Thesis deals with the principles regarding the notification period and the burden of proof.
  The main findings of the Thesis are that the period to give notice is based on the above Norwegian law. Insurance Companies seems to apply this period in a strict manner. Execution of the period to give notice is not consistently applied by the Insurance Ruling Board.
  There are difficulties regarding execution of the period to give notice in case of a serious personal injury when the injury is not immediately apparent. Determination of the beginning of the notification period is very subjective. There is a risk that the outcome will be very unfair to the injured party. The author proposes to extend the notification period of first Paragraph of Article 124 from one year to four years.

Samþykkt: 
 • 28.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2012.05.14 - ML-rigerð - Skúli Sveinsson.pdf443.41 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna