is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12415

Titill: 
 • Sjálfbær nýting orkuauðlinda með lögum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um hvort íslenskt lagaumhverfi nýtingar orkuauðlinda endurspegli opinbera stefnu stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu auðlinda og stuðli að raunverulegri sjálfbærri nýtingu þeirra til framtíðar. Með áherslu á jarðhita og vatnsafl er þess freistað að varpa ljósi á hvað raunverulega skiptir máli þegar kemur að sjálfbærri nýtingu og hvernig tryggja megi betur að lög og reglur renni styrkum stoðum undir markmið um sjálfbæra nýtingu orkuauðlinda.
  Í því skyni er fjallað um löggjöf þá er lýtur að nýtingu auðlinda til orkuframleiðslu. Megináhersla er lögð á ferli leyfisveitinga, skilyrði og eftirlit. Þá er útfærslu skilyrðanna fylgt eftir í framkvæmd með greiningu á nokkrum veittum nýtingar- og virkjunarleyfum.
  Niðurstaða höfundar er sú að löggjafinn hefur tekið sín fyrstu skref í átt að sjálfbærri þróun og sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda með lögum. Í ljósi þess hversu vel skilgreind stefna stjórnvalda er í þessum efnum er þó kominn tími til að skilgreina og skýra nánar inntak og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og hvað felist í sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda að íslenskum rétti. Lagasetning er áhrifarík leið til að framfylgja stefnu stjórnvalda og hafa þannig bein áhrif á réttindi og skyldur einstaklinga og lögaðila. Nauðsynlegt er þó að fyrir liggi í lögum eða lögskýringargögnum viðurkennd viðmið og skilgreining á því hvað felist í sjálfbærri nýtingu hverrar auðlindar fyrir sig áður en hægt er að kveða beint á um það í lögum.
  Í ljósi þess hversu ríkt Ísland er af endurnýjanlegum orkuauðlindum og hversu mikla efnahagslega þýðingu það hefur fyrir land og þjóð að þær séu nýttar á skynsaman og hagkvæman hátt telur höfundur mikilvægt að skýr lagasetning stuðli að gagnsæju og skilvirku leyfisveitingaferli þar sem nýtingu orkuauðlinda eru settar skorður með hagsmuni framtíðarkynslóða að leiðarljósi.

 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation embarks upon answering whether the Icelandic legal environment on the utilization of energy resources reflects the government’s policy on sustainability of resource utilization and if the policy truly contributes to sustainable use of resources. With emphasis on geothermal power and hydro power I will attempt to cast a light on what matters when it comes to sustainable utilization of resources and how we can ensure that laws and regulations support the goal of sustainable use of energy resources.
  For this purpose I will cover the objectives and substance of the laws that have to do with the utilization of resources for energy production as well as laws that have to do with the protection of nature and the environment. The main focus will be on the processes behind granted licenses, preconditions and surveillance. The preconditions will be assessed with a study of a few licenses that have been granted.
  The results of this dissertation show that in Iceland law makers have taken the initial steps towards sustainability and the sustainable use of energy resources. It is time to outline in more detail the concept of sustainable development and what it entails within Icelandic legislation. To set limits when it comes to sustainable utilization there has to be an official definition of what is ingrained in sustainable use of resources.
  In light of how rich Iceland is of renewable energy resources and how important it is economically that the nation utilizes them wisely, I think it is imperative to have clear legislation that supports a fair and constructive arrangement for the granting of licenses. A procedure where the utilization of energy resources is within certain boundaries and substantial emphasis is on the welfare of Iceland’s future generations with truly sustainable development in mind.

Samþykkt: 
 • 28.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF SJÁLFBÆR NÝTING ORKUAUÐLINDA MEÐ LÖGUM.pdf983.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna