Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12418
Fjöldi fyrirlestra er ekki lengur það viðmið sem hafa má um stærð námskeiða. Í stað þess er stærð námskeiða metin í námseiningum eða ektum (ects). Fullt háskólanám á ári á er 60 ektur (1500–1800 vinnustundir) og að baki hverri ektu á að liggja um 25 til 30 klukkustunda vinna stúdenta. Þá er allt meðtalið; tímasókn, heimavinna, hópvinna, verkefni og próf. Eldra einingakerfi í íslenskum háskólum byggðist á hugmyndum um lengd vinnuviku á fimmtán vikna kennslutímabili. Ektan mælir ekki vikur heldur vinnustundir, að prófatíma meðtöldum. Hlutverk kennara og stjórnenda er fólgið í sjá til að stúdentar geti skipulagt vinnutíma sinn markvisst sem fullt starf á námstímanum í þágu námsmarkmiðanna. Mikilvægt er að huga vel að lengd kennslumissera, nýtingu prófatíma og dreifingu vinnuálags á námstímanum. Umræða um samræmda og nothæfa mælieiningu á námi hefur þýðingu fyrir skipulag námskeiða, nýtingu námstímans, fyrirkomulag námsmats og eftirlit með gæðum háskólanáms. Á tímum niðurskurðar í fjármálum þarf að huga sérstaklega að því að láta hann ekki bitna á gæðum námsins og hæfniviðmiðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
baldur.pdf | 312,26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |