Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12419
Í þessari ritgerð er fjallað um hugtakið hlutdeild, sbr. 22. gr. hgl. Fjallað er um hvenær háttsemi telst til hlutdeildar og ítarlega greint frá inntaki hugtaksins. Hlutdeildarábyrgð getur komið til skoðunar þegar tveir eða fleiri fremja afbrot í sameiningu. Ef aðili er talinn til hlutdeildarmanns leiðir það yfirleitt til refsilækkunar. Samverknaður, sbr. 2. mgr. 70. gr. hgl., getur komið til skoðunar við svipaðar aðstæður en leiðir til refsiþyngingar. Vegna mismunandi áhrifa hlutdeildar og samverknaðar við ákvörðun refsingar er mikilvægt að greina hvenær háttsemi fellur undir hvort hugtakið fyrir sig. Í þeim tilgangi að greina á milli háttsemi sem telst til hlutdeildar annars vegar og samverknaðar hins vegar er litið til dóma Hæstaréttar í manndrápsmálum, málum tengdum stórfelldum fíkniefnainnflutningi og stórfelldri líkamsárás þar sem hlutdeild og samverknaður komu við sögu. Í þeim málum þar sem aðilar skipta með sér verkum eru mörkin á milli hlutdeildar og samverknaðar hvað óskýrust. Þá getur hvort sem er verið um að ræða hlutdeild eða verkskipta aðild og þar með samverknað. Þegar um verkskipta aðild er að ræða eru allir taldir bera refsiábyrgð á verknaðinum í heild þrátt fyrir að hafa aðeins komið að hluta hans. Verkskipt aðild kemur mikið við sögu í málum tengdum innflutningi á fíkniefnum og einnig í málum þar sem margir aðilar eiga þátt í stórfelldri líkamsárás. Algengara er að menn séu dæmdir sem samverkamenn í þeim málum heldur en hlutdeildarmenn þrátt fyrir að hafa einungis átt þátt í hluta brotsins. Í manndrápsmálum eru þátttakendur einnig taldir bera ábyrgð á verknaðinum í sameiningu nema að sannað sé hver aðilanna hafi raunverulega orðið valdur að dauða brotaþola.
This thesis addresses the concept of “participation” in a crime, according to Article 22 of the General Penal Code no. 19/1940. The concept is discussed in detail as well as when conduct becomes “participation”. “Participation” can occur when two or more persons take part in a crime. This normally leads to a reduction in sentence for the participant. In similar circumstances the concept of “acting together”, according to Article 70 Para 2, can also be considered but it leads to an increase in sentence. Therefore, it is important to identify when conduct is considered as “participation” and when as “acting together”. Murder cases, cases concerning drug importing and massive assault where examined in order to compare conduct determined as “participation” on the one hand and “acting together” on the other. The difference between “participation” and “acting together” is least clear in cases where the participants divide parts of the act between themselves. In those cases people can either be considered to be “participants” or “acting together”. When they are considered to be acting together they are responsible for the whole crime and not just for the part they committed. This kind of division of tasks is mostly connected to drug import cases and major assault. In these cases it is more common that the participants are all considered to be “acting together” than some being “participants” and others the leaders. In murder cases participants are considered to have been acting together unless it is proven which person in the group of participants actually caused another’s death.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hlutdeild, mörkin á milli hlutdeildar og samverknaðar.pdf | 756.17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |