en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12423

Title: 
  • Title is in Icelandic Liðleiki og teygjur
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Liðleiki er einn þáttur af líkamlegu hreysti sem þarf að þjálfa upp og viðhalda með teygjuæfingum en hann er getan til að framkvæma hreyfingar í gegnum fullan hreyfiferil liðamóta. Vöðvar, sinar, liðbönd og taugar sinna ákveðnum hlutverkum við framkvæmd hreyfinga og eru áhrifaþættir liðleika margir en sá algengasti er vöðvaspenna sem leiðir gjarnan til meiðsla. Hægt er að koma í veg fyrir slíka vöðvaspennu og meiðsli með lengingu vöðva í teygjuæfingum. Þær teygjuæfingar sem stundaðar eru flokkast eftir hverskonar liðleika þær vinna út frá. Flokkarnir nefnast kyrrstöðuteygjur, virkar teygjur, óvirkar teygjur, hreyfiteygjur, fjaðrandi teygjur og PNF teygjur. Í kyrrstöðuteygjum og virkum teygjum er stöðu haldið án aðstoðar en í óvirkum teygjum er notast við ytri krafta fyrir aukna mótstöðu. Í hreyfiteygjum er notast við stigvaxandi sveifluhreyfingar en í fjaðrandi teygjum er notast við hraðar rykkjandi og skoppandi hreyfingar þar sem skriðþungi líkamans ræður álaginu. Í PNF teygjum er notast við kyrrstöðu, samdrátt og slökun með mótstöðu frá félaga eða teygjubandi. Allar þessar teygjuaðferðir hafa það að markmiði að auka hreyfiferil líkamans og gera hreyfivinnu auðveldari. 

Accepted: 
  • Jun 28, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12423


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Liðleiki og teygjur - Alda María.pdf3.6 MBOpenHeildartextiPDFView/Open