en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Tækni- og verkfræðideild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12427

Title: 
  • is Viðhorf og kröfur til þjálfara á líkamsræktarstöðvum
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • is

    Í þessari ritgerð var viðhorf og kröfur til þjálfara á fimm líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu skoðað. Í rannsókninni var gögnum aflað með eigindlegum og megindlegum aðferðum. Viðtöl voru tekin við yfirmenn þjálfara á líkamsræktarstöðvunum á tímabilinu 16. – 23. mars 2012, en þær voru World Class, Hreyfing, Sporthúsið, Reebok Fitness og Árbæjarþrek. Megindleg rannsóknarvinna fór fram á tímabilinu 5. – 15. apríl 2012 þar sem notast var við spurningalista. Markmið rannsóknarinnar er að sýna almenningi hverjar kröfur yfirmanna til þjálfara eru á þessum fimm líkamsræktarstöðvum og kanna hvort munur er á viðhorfi íþróttamanna og annarra iðkenda á líkamsræktarstöðvum til þjálfara á líkamsræktarstöðvum. Niðurstöður sýna að meiri kröfur til menntunar eru gerðar til einkaþjálfara en hóptímakennara. Munur var á viðhorfi hópanna gagnvart menntun þjálfara á líkamsræktarstöðvum þar sem íþróttamenn töldu hana lakari. 23% iðkenda á líkamsræktarstöð fundu fyrir neikvæðu viðhorfi eftir tíma hjá þjálfara á móti 6% íþróttamanna. Martækur munur var á hópunum varðandi viðhorf til klæðaburðar þjálfara á líkamsræktarstöð t (1) = 13,393, <0,05.

Accepted: 
  • Jun 28, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12427


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bachelor Ritgerð Íþróttafræði 2012.pdf501.99 kBOpenHeildartextiPDFView/Open