Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12430
Háskólasamfélagið skapar þekkingu sem er virðisaukandi fyrir atvinnulífið og kemur samfélaginu öllu til góða. Verkefni þetta er hugsað sem innlegg inn í það góða starf sem unnið er fyrir börn og unglinga sem vilja aðstoð í heilsueflingu, þ.e að snúa offituþróuninni við hjá sér. Markmið verkefnisins er að útbúa námskeið fyrir 13 – 16 ára drengi og stúlkur sem glíma við ofþyngd eða offitu, óháð því hvort þau hafi stundað eða ekki stundað reglulega hreyfingu til þessa. Leitast verður við að hjálpa þeim að upplifa þá vellíðan sem aukin hreyfing hefur í för með sér og hvetja þau til að bæta sig og ná auknu þoli, styrk og liðleika. Markmiðið er einnig að gera þeim ljóst hversu jákvæð áhrif hreyfing hefur á andlega- og líkamlega líðan þeirra og veitir þeim sömuleiðis aukin lífsgæði. Þetta gæti leitt til þess að þessi hópur upplifi hreyfingu og líkamlegt erfiði á jákvæðan hátt og tileinki sér reglulega hreyfingu til framtíðar á hvaða vettvangi sem er.
Verkefnið er tvíþætt, annarsvegar fræðilegur hluti og hins vegar hagnýtur hluti, eða hefti, sem inniheldur þjálfunaráætlun ásamt tillögum að mismunandi æfingum fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ithrottafr 12.5 skil.pdf | 683.46 kB | Lokaður | Heildartexti | ||
fun fit tilb.pdf | 14.91 MB | Lokaður | Fylgiskjöl |