is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12433

Titill: 
  • Afurðir og einkenni íslenska hænastofnsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Litlar upplýsingar eru til um íslenska hænsnastofninn og eiginleika hans. Á síðustu árum hefur áhugi fyrir stofninum aukist. Því er þörf á upplýsingabanka um hænsnakynið sem almenningur getur leitað í.
    Hér er greint frá úttekt á hænsnastofninum þar sem meginmarkmið var að skoða ýmis svipgerðareinkenni, meta varp innan stofnsins og gera grein fyrir líffræðilegum eiginleikum hans. Þannig má leggja drög að upplýsingabanka um kynið sem er nauðsynlegur til að hægt sé að viðhalda fjölbreytileika og hreinleika stofnsins. Varp var kannað á 14 bæjum yfir 7 mánaða tímabil. Meðalvarp hænu yfir tímabilið reyndist vera 0,42 egg á dag. Hænsn frá 11 búum voru vigtuð og kom í ljós að meðalþyngd hænu er um 1800 g en meðalþyngd hana er um 2300 g. Egg frá 10 búum voru vigtuð og mæld. Meðallengd eggja frá fullorðnum hænum reyndist vera 5,6 cm. Meðalbreidd var 4,1 cm og meðalþyngd um 54 g. Helstu litbrigði í stofninum eru svartur, brúnn, grár, gulur og hvítur. Einnig er rauður litur algengur hjá hönum. Þessi litbrigði hafa ýmsa undirtóna þannig að innan stofnsins eru ótal litamynstur. Hvað kambgerðir varðar er einfaldur kambur algengastur en þó eru aðrar kambgerðir til staðar í stofninum. Hvítar eyrnaskífur eru algengastar innan stofnsins en þó eru gular og rauðleitar eyrnaskífur einnig til staðar. Aðra eiginleika eins og fiður á fótum, spora og fjaðratopp á höfði má finna í stofninum en þó ekki í miklum mæli.
    Niðurstöður úttektarinnar voru bornar saman við gömul hænsnakyn á Norðurlöndum sem og þekkt framleiðslukyn. Gerð voru drög að myndabanka með helstu litbrigðum innan stofnsins. Sé sá mikli breytileiki sem finnst innan stofnsins í dag settur í samhengi við sögu stofnsins verður að teljast mögulegt að íslenski hænsnastofninn hafi orðið fyrir einhverri innblöndun erlendra kynja í gegnum árin. Það breytir því þó ekki að stofninn er verðmæt erfðaauðlind sem kann að hafa mikilvægan erfðabreytileika að geyma.

Samþykkt: 
  • 29.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ásta Þorsteinsdóttir minni.pdf1.3 MBOpinnPDFSkoða/Opna