is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12436

Titill: 
 • Áhrif og samspil sáðmagns og áburðarmagns á strástyrk, kornþroska og uppskeru í byggi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Örnefni víða um land bera þess vitni að kornrækt hafi verið stunduð hér fyrr á öldum. Í byrjun 20. aldar hófst nýtt skeið í vakningu kornræktar. Síðan hafa verið gerðar margar rannsóknir og kynbætur hafa skilað bættum efnivið til ræktunar. Kornrækt hefur þrítugfaldast frá árinu 1991 og getur enn stóraukist. Á Íslandi er talsvert af ónýttu ræktunarlandi til kornræktar og þróun í veðurfari er hagstæð. Innlend kornræktun er tækifæri til að styrkja dreifðar byggðir.
  Tilraunin var gerð á Möðruvöllum sumarið 2011. Borin voru saman tvö yrki af byggi (Hordeum vulgare) , annars vegar Judit sem er sexraða og hins vegar Kría sem er tvíraða. Þrír misstórir skammtar af köfnunarefnisáburði og þrír misstórir sáðkornsskammtar í tveimur samreitum í split-plot tilraunaskipulagi. Fjöldi reita var því 2 X 3 X 3 X 2 = 36 reitir.
  Markmið verkefnisins var að kanna hvort mismikill köfnunarefnisáburður hafi áhrif á hvaða sáðmagn af byggi gefur mestu uppskeruna og hugsanlega mestan strástyrk. Athugað var hvort munur væri á áhrifum meðferða á uppskeru, þroska, strástyrk, legu og fjölda stöngla og korna í tveimur ólíkum yrkjum. Niðurstöður áttu að gefa vísbendingar um hvort hagkvæmt sé að auka sáðmagn í byggrækt í frjósömu landi til að nýta betur eiginleika landsins.
  Helstu niðurstöður voru þær að minna sáðmagn kom betur út þar sem var lítið köfnunarefni og stærri sáðmagnsskammtar komu betur út þar sem var meira köfnunarefni. Illa kom út að hafa mjög mikið köfnunarefni með litlu sáðmagni. Það gæti verið valkostur að auka við sáðmagn í frjósömu landi til að ná þroska innan tímamarka og fá góða uppskeru.
  Aukið köfnunarefni dró úr þroska, jók við uppskeru að einhverju leyti, en kornum á flatarmálseiningu fjölgaði. Síðast en ekki síst stuðlaði aukið köfnunarefni að meiri legu með tilheyrandi uppskerurtapi og rýrnun í þroska. Áhrifin gátu verið misjöfn milli yrkja.
  Aukið sáðmagn dró úr þroska, jók greinilega við uppskeru, dró úr fjölda stöngla sem spruttu upp af hverri plöntu en gat samt fjölgað kornum og stönglum á flatarmálseiningu. Einnig stuðlaði aukið sáðmagn að minni þyngd stönguls á lengdareiningu og meiri legu vegna þess. Áhrifin gátu verið misjöfn milli yrkja.

Samþykkt: 
 • 29.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSbygg_Egill Gunnarsson2.pdf2.11 MBOpinnPDFSkoða/Opna