en English is Íslenska

Thesis Agricultural University of Iceland > Auðlindadeild > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12439

Title: 
  • Title is in Icelandic Staða og þróun í nýliðun í nautgripa- og sauðfjárrækt
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Miklar breytingar hafa orðið í starfstétt bænda síðustu ár. Búfjáreigendum hefur fækkað og meðalaldur starfandi bænda hækkað. Þessi atriði gefa vísbendingar um að nýliðun í landbúnaði sé lítil. Nægjanleg endurnýjun í bændastétt er mikilvæg til þess að landbúnaður geti þróast og dafnað sem atvinnugrein. Nýliðun skiptir einnig miklu máli fyrir þróun dreifbýlis, viðhald á þjónustu og eflingu atvinnustarfsemi á landsbyggðinni, því ungt fólk er líklegra heldur en eldra fólk, til nýbreytni og þróunar nýrra búskaparhátta. Nýir aðilar sem hug hafa á að hefja búskap mæta ýmsum aðgangshindrunum. Mögulega eru helstu aðgangs-hindranir nýliða inn í nautgriparækt núverandi greiðslumarkskerfi og hátt jarðaverð, en inn í sauðfjárrækt eru það líklega hátt jarðaverð og bág afkoma bænda.
    Í þessari rannsókn var leitast við að leggja mat á stöðu og þróun nýliðunar á tímabilinu 2001-2009 með gögnum um skráða búfjáreigendur í nautgripa- og sauðfjárrækt. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar eru að nýliðun á tímabilinu 2001-2009 var að meðaltali 5,0% á ári í nautgriparækt en 5,3% á ári í sauðfjárrækt. Fráliðun á tímabilinu 2000-2008 var að meðaltali 9,6% á ári í nautgriparækt en 7,1% á ári í sauðfjárrækt. Skráðum búfjáreigendum í nautgriparækt fækkar úr 1.474 árið 2000 í 959 árið 2009 og skráðum eigendum sauðfjár fækkar úr 2.805 árið 2000 í 2.376 árið 2009. Meðalaldur skráðra búfjáreigenda í nautgriparækt hækkar um 1,6 ár á tímabilinu 2000-2009 en um 2,4 ár í sauðfjárrækt. Töluverður breytileiki kom fram á nýliðun eftir sýslum í báðum búgreinum. Munur á meðalaldri búfjáreigenda milli sýslna var jafnframt greinanlegur.

Accepted: 
  • Jun 29, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12439


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Helgi Elí Hálfdánarson Staða og þróun nýliðunar í nautgripa- og sauðfjárrækt PDF til skila.pdf743.19 kBOpenPDFView/Open