en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12441

Title: 
 • Title is in Icelandic Mat á svipfars- og erfðaþáttum fyrir eiginleikann "hæð"
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Á síðastliðnum áratug hefur áhugi bænda á því að rækta háfættari kýr aukist verulega.
  Árið 2009 var eiginleikinn „hæð“ felldur inn í línulega einkunnaskalann hér á landi. Ekkert hefur verið unnið úr þeim upplýsingum sem safnast hafa á síðustu 3 árum fyrr en nú. Í þessari rannsókn voru erfðastuðlar fyrir eiginleikann metnir, tíðnidreifing hans könnuð, áhrif ytri þátta skoðuð og samhengi hans við hæðarmælingar sem gerðar voru rannsakað. Vonast er til að niðurstöður rannsóknar nýtist í skipulögðu ræktunarstarfi nautgriparæktarinnar.
  Við mat á erfðastuðlum voru gerðar greiningar með línulegum einbreytu- og tvíbreytueinstaklingslíkönum og (sam)dreifnistuðlar metnir með AI-algrími fyrir aðferð hámarkslíkinda. Önnur úrvinnsla gagna var gerð með tölfræðiforritinu SAS og Excel.
  Niðurstöður sýndu fram á hátt arfgengi eiginleikans „hæð“ og meðalsterka erfðafylgni við júgurdýpt. Samhengi metinnar hæðar og mælinganna voru breytilegar en hæst samhengi var á milli metinnar hæðar og hæðar á mjaðmarhorn og veikast samhengi við legglengd. Út frá þessu má velta fyrir sér hvort að endurskoða þurfi skilgreiningu eiginleikans hæð til að hann nýtist sem best í skipulegu ræktunarstarfi. En annars ætti að reynast auðvelt að velja fyrir og bæta júgurdýpt samhliða því.

Accepted: 
 • Jun 29, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12441


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS Hulda Jónsdóttir.pdf619.42 kBOpenPDFView/Open