is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12442

Titill: 
 • Lambadómar - Samræmi í mælingum og dómum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mælingar og dómar líflamba eru mikilvægur þáttur í vali líflamba. Því var talin þörf á að rannsaka hversu mikið samræmi er á milli ráðunauta við mælingar og dóma á líflömbum.
  Í verkefninu voru leiddir saman sjö reyndir dómarar og þeir mældu og fullstiguðu 140 lömb, og niðurstöður þeirra bornar saman. Einnig var skoðað hversu vel dómarar eru samkvæmir sínum fyrri dómum.
  Ómmælingarnar staðfestu þann mun á mælingum sem reiknað hefur verið með á milli hollenskra og skoskra mælitækja. Að meðaltali var ómvöðvinn um 27 mm og mismunur meðaltala milli tækjagerðanna 1,97 mm.
  Tvímælingagildi fyrir mælda eiginleika reyndist vera yfir 0,70 nema fyrir ómmælingar á fitu sem reyndist vera 0,51. Tvímælingagildi dæmdra eiginleika var öllu lægra og lá á bilinu 0,36 til 0,68.
  Þessi rannsókn sýnir að það er yfirleitt gott samræmi á milli ráðunauta við dómstörfin en þó er marktækur munur meðaltala við dóma á einstökum eiginleikum milli dómara.
  Ómmælingar á bakvöðva, mælingar á fótlegg, og dómar fyrir bak, læri, ull og stig alls koma mjög vel út og eru metin af nákvæmni, aðra eiginleika virðist vera erfiðara að meta.

Samþykkt: 
 • 29.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Kristbjörn H Steinarsson.pdf602.49 kBOpinnPDFSkoða/Opna