is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12446

Titill: 
 • Litafjölbreytileiki íslenska kúastofnsins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Litafjölbreytileiki íslenska kúastofnsins hefur lítið verið rannsakaður. Þrátt fyrir það er ekki vitað að slíkur litafjölbreytileiki finnist í neinum öðrum kúastofni í heiminum. Því hefur verið haldið fram að nokkrir litir íslenska kúastofnsins séu á undanhaldi í stofninum, t.d. sægrár og grár. Mikilvægt er að þessir litir hverfi ekki úr íslenska stofninum og jafnframt nauðsynlegt að fylgst sé með því hvernig litaflóran þróast svo hægt sé að grípa inn í ef þörf krefur.
  Markmið þessa verkefnis eru eftirfarandi. Kanna á þróun íslenskra kúalita og lita-mynstra frá 1992 til dagsins í dag. Koma á með lausnir á því hvernig best sé að búa til ítar-legan litaskráningaskala sem væri í kjölfarið hægt að nota í skýrsluhaldsforritinu Huppu. Kanna á umfang litamynstra og grunnlita í stofninum og misskráningar í skýrsluhaldskerfinu og hvaða litum þær tengjast helst og að síðustu á að búa til ljósmyndabanka sem fangar vel þann litafjölbreytileika sem til er í íslenska kúastofninum. Sumarið 2011 voru litir 1860 kúa skoðaðir og þær upplýsingar notaðar til að búa til ítarlegan litaskráningaskala, auk þess sem upplýsingarnar voru bornar saman við litaskráningu sömu gripa í Huppu til að athuga hvort að bændur væru almennt að skrá liti gripa sinna rétt. Einnig voru þessar upplýsingar bornar saman við niðurstöður MS verkefnis Sigríðar Bjarnadóttur frá árinu 1992 til að sjá hver þróun hefur verið á litunum síðastliðin 19 ár.
  Í ljós kom að litafjölbreytileiki íslenska stofnsins stendur vel fyrir sínu, þó að hinir ýmsu litir séu í misjöfnum hlutföllum. Rauðar og bröndóttar kýr eru langalgengastar innan stofnsins en sægráar sjaldgæfastar og algengasta litamynstrið að höfuðmynstrum frátöldum er sokkótt/leistótt. Á síðastliðnum 19 árum hefur rauðum og bröndóttum kúm fjölgað á kostnað kolóttra, svartra og grárra en svipað hlutfall sægrárra kúa er til staðar í stofninum. Varðandi rangfærslur í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar eru grunnlitir að meðaltali skráðir rétt í um 42% tilfella en litamynstur í um 66,7%. Þetta bendir til þess að litaskráning gripa sé ekki nægilega áhugaverð fyrir bændur, búalið og aðra sem eiga þar hlut að máli.
  Gerð var tillaga að nýjum litaskráningaskala. Til að ná að fanga sem mestan hluta litafjölbreytileika stofnsins í einn skala fannst höfundi ómögulegt annað en að hafa skalann fimm stafa, auk þess sem gefinn var sá möguleiki aukalega að haka við ákveðin einkenni. Með þeim hætti er hægt að ná öllum þeim skráningum sem algengastar eru í íslenska stofninum og ná utan um það þegar sami gripur er með allt að þrjú litamynstur. Ljósmyndir náðust af öllum einkennandi litum og litamynstrum.

Samþykkt: 
 • 29.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerðin_Litafjölbreytileiki íslensku kýrinnar_tilbúin.pdf11.86 MBOpinnPDFSkoða/Opna