is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12447

Titill: 
 • Viðhorf íslenskra neytenda til landbúnaðarafurða - Áhrifaþættir á kjötneyslu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirspurn eftir kjöti á íslenskum búvörumörkuðum hefur breyst þó nokkuð á síðustu árum og áratugum. Óskir neytenda skipta nú sífellt meira máli og neytendur eru þannig farnir að hafa töluverð áhrif á hvernig bændur haga framleiðslu sinni. Í þessu verkefni er lagt mat á kjötneyslu Íslendinga í dag auk þess sem fjallað er um helstu áhrifaþætti kauphegðunar.
  Spurningakönnun var lögð fyrir handahófskennt úrtak neytenda og rannsóknin byggir á niðurstöðum hennar. Í ljós kom að kjúklingur er vinsælasta kjöttegundin í dag, sérstaklega meðal þéttbýlisbúa en lambakjötið viðheldur stöðu sinni sem vinsælasta kjötið meðal dreifbýlisbúa. Áhrifaþættir eftirspurnar eru mismikilvægir eftir kjöttegundum, til dæmis þykir neytendum almennt mikilvægara að lambakjöt sé íslenskt að uppruna en að kjúklingur sé það.
  Góð gæði kjötsins eru þó mikilvægust, sama um hvaða kjöttegund ræðir, að mati neytenda. Nokkuð stór hluti svarenda í könnun verkefnisins segir að væri það í boði myndu þeir frekar kaupa erlent kjöt en íslenskt og nefnir þá helst lægra verð sem ástæðu. Þó er meirihluti sem segist frekar vilja kaupa íslenskt kjöt og er jafnframt tilbúinn að borga hærra verð fyrir það.
  Afgerandi meirihluti neytenda telur að góður aðbúnaður húsdýra skipti máli við framleiðslu á kjöti og væri tilbúinn að borga hærra verð fyrir kjötvörur sem bæru vottun þess að hafa verið framleiddar við samþykktar aðstæður um aðbúnað og velferð dýra.

Samþykkt: 
 • 29.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_verkefni_Snædís_Anna_Auðlindadeild (1).pdf803.02 kBOpinnPDFSkoða/Opna