is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1245

Titill: 
  • Millistjórnendur í skólastarfi : hlutverk og störf millistjórnenda í grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skólastarf nútímans hefur tekið margvíslegum breytingum á undanförnum árum. Allir
    skólar verða sífellt að leita leiða til að bæta árangur sinn með hag nemenda og
    starfsfólks í fyrirrúmi. Hver skóli er vettvangur breytinga og þróunar, og skapandi
    starf verður að koma að sem mestum hluta innan frá. Fagleg forysta um vinnubrögð
    við nám, kennslu og stjórnun er ein af forsendum fyrir árangursríku skólastarfi. Slík
    forysta er þó ekki ætlandi skólastjórnendum einum. Þess vegna er mikilvægt að
    skólastjórnendur geti falið kennurum með sérþekkingu á þessum sviðum
    stjórnunarhlutverk. Þessi rannsókn er tilraun til að varpa ljósi á hlutverk og störf
    millistjórnenda í grunnskólum á Íslandi með því að kanna ýmsa þætti í starfsumhverfi
    þeirra.
    Spurningalisti var lagður fyrir 38 millistjórnendur (grunnskólakennara) í
    grunnskólum á Eyri og á Nesi þar sem spurt var um ýmsa þætti og viðhorf til
    starfsins. Alls svöruðu 36 millistjórnendur. Einnig voru tekin viðtöl við
    skóalstjórnendur. Niðurstöður virðast gefa vísbendingar um að ýmsir þættir innan
    grunnskólanna sem snúa að millistjórnendum þarfnist úrbóta, en ekki er hægt að
    alhæfa um það sökum stærðar þátttakendahóps.
    Samkvæmt niðurstöðum eru það álagsþættir í starfsumhverfinu sem virðast
    helst leiða til óánægju í starfi hjá millistjórnendum. Það eru óskýrar starfslýsingar,
    slök boðskipti milli þeirra og skólastjórnenda, mikil kennsluskylda á kostnað
    stjórnunarstarfsins, lítið samstarf virðist vera á milli millistjórnenda og að þeirra mati
    virðist sérþekking þeirra ekki vera nýtt sem skyldi af skólastjórnendum til betra
    skólastarfs. Engar hliðstæðar niðurstöður annarra rannsókna eru fyrir hendi til
    samanburðar, þar sem þessi rannsókn á hlutverkum og störfum millistjórnenda er sú
    fyrsta hér á landi sem gerð hefur verið.
    Grundvöllur þess að hægt sé að gera starfsumhverfi millistjórnenda betra, er
    að vita hvar og hjá hverjum gætir óánægju og finna leiðir til úrbóta. Slíkt kann að
    leiða til betra skólastarfs.

Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey María Hreiðarsdóttir_heild.pdf457.14 kBOpinnMillistjórnendur - heildPDFSkoða/Opna