is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12455

Titill: 
  • Samanburðarrannsókn á hreyfiþroska 7-9 ára barna á Íslandi og í Gínea Conakry
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. Skoða mun á hreyfifærni 7-9 ára barna á Íslandi og Afríku og skoða hvort væri kynjamundur á hreyfifærni barnanna. Rannsóknin er megindleg og lýsandi tölfræði var notuð við greiningu gagna. Þátttakendur í rannsókninni voru 32 börn þar af 16 börn frá Gínea Conakry í Afríku og 16 börn frá Íslandi. Hreyfiþroskaprófið Movement-2 ABC (MABC-2) var notað til að mæla hreyfifærni barnanna. Prófið skoðar boltafærni, fínhreyfingar og jafnvægi. Niðurstöður prófanna voru færðar inn í tölfræðiforritið SPSS. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stúlkur á Íslandi eru betri á öllum þáttum miðað við íslenska drengi. Í Gínea skoruðu drengir hærra í boltafærni en stúlkurnar skoruðu hærra í jafnvægi og fínhreyfingum. Í rannsókninni kom einnig fram marktækur munur á boltafærni afrískra og íslenskra barna en afrísku börnin skoruðu þar hærra. Á heildarstaðalskori á MABC-2 hreyfiþroskaprófinu mældist ekki marktækur munur milli barnanna í Afríku og á Íslandi. Því má leiða líkur á því að umhverfisáhrif og menningarmunur hafi áhrif á vissa hreyfifærni barna.

Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð-Asdis_Halldorsdottir-0511794989-1.pdf680.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna