is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12458

Titill: 
 • Breytingar á þekju skóga norðan Næfurholts á Rangárvöllum 1987 - 2012
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er ætlunin að kanna hvernig þekja skóga norðan Næfurholts á Rangárvöllum hefur þróast frá 1987 til 2012. Við landnám manna á Íslandi fyrir meira en 1100 árum voru birkiskógar víðfeðmir, þó umdeild sé hversu útbreiddir þeir nákvæmlega voru. Síðan hefur skógum verulega hnignað hér á landi og er nú svo komið að aðeins um 1,2% landsins eru þakin einhverskonar skógi og þar af eru aðeins um 0,85% náttúrulegir birkiskógar, þ.e. skógar sem hvorki hafa verið gróðursettir né sáð.

  Á svæðinu við Heklu eru heimildir um víðáttumikla birkiskóga á fyrri öldum en landhnignun vegna nýtingar lands, eldgosa og hnignandi veðurfars leiddi til uppblásturs sem hafði verulega neikvæð áhrif á skógana svo nú eru aðeins stöku leifar þeirra eftir. Gripið hefur verið til aðgerða á svæðinu til að endurheimta landgæði og auka þekju birkiskóga.

  Bændur á svæðinu hafa breytt landnotkun með beitarstýringu. Með samstarfi Landgræðslu ríkisins og heimamanna í verkefninu Bændur græða landið hefur mikið verk verið unnið í uppgræðslu, en ábúendur í Næfurholti hafa tekið þátt í því frá árinu 1991. Nú eru hafnar aðgerðir til að auka útbreiðslu birkis á svæðinu með verkefninu Hekluskógar, þar sem ætlunin er að nýta náttúrulega hæfileika birkisins til að dreifa sér og standast öskufall, einkum frá Heklu.

  Við rannsóknina var notast við loftmyndir sem annarsvegar voru teknar árið 1987 og hinsvegar árið 2006. Þær voru greindar með tilliti til þekju trjágróðurs og skipt í fjóra þekjuflokka; 10 - 25%, 25 – 50%, 50 – 75% og >75%. Farið var í vettvangsverð á svæðið, annars vegar til að meta breytingar frá 2006 og hins vegar til að meta áreiðanleika kortlagningar eftir myndum. Að lokum var kortlagning endurmetin í ljósi vettvangsvinnu.

  Helstu niðurstöður voru að útbreiðsla birkis hafði aukist í öllum þekjuflokkum. Heildarútbreiðsla skóga jókst úr 195,5 ha árið 1987 í 349,4 ha árið 2012. Helstu ástæður eru taldar vera minnkandi sauðfjárbeit, friðun skóga og uppgræðslustarf landeigenda og Landgræðslu ríkisins. Þá hafa veðurskilyrði verið gróðri afar hagstæð á tímabilinu sem rannsóknin tekur yfir og farið batnandi.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to map changes in shrub and tree cover in an area north of the farm Næfurholt in the north of the Rangárvellir area from 1987 to 2012. When Iceland was first settled by Norse people 1100 years ago, birch forests covered extensive areas in Iceland although exactly how extensive is debated. Since the settlement, forest cover has drastically diminished and currently only 1,2% of the total land area of Iceland is covered by forests and woodlands. Of that area 0,85% are birch forests that have not been planted, i.e. natural to the land.

  Extensive birch forests and woodlands covered low land near Hekla, but human activity, grazing, land degradation, volcanic activity in the Mt Hekla central volcano, cooling of the climate during the ,,little ice age“ and soil erosion have had serious negative effects on the forests. Now only scattered remnants remain. The newly established project Hekluskógar or Mt Hekla forests project aims at reclaiming natural birch woodlands and use the natural ability of birch to spread by seeds and withstand volcanic tephra fall since it is not a question of if Mt Hekla erupts again, but when.

  In this research aerial photographs, taken in 1987 and 2006 were used to map changes in tree and shrub cover. To determine changes since 2006, a field study was undertaken and in the process mapping accuracy was assessed. Tree and shrub cover was divided into four groups, 10 - 25 %, 25 – 50%, 50 – 75% and >75% cover. The main results of the research is that tree and shrub cover has increased in all groups since 1987 and total area covered increased from 195,5 ha in 1987 í 349,4 ha in 2012. The main reasons are believed to be decreased grazing pressure from herbivores, better climate and efforts in land reclamation by Soil Conservation Service of Iceland and local landowners.

Samþykkt: 
 • 2.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Höskuldur Þorbjarnarsosn.pdf3.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna