is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12459

Titill: 
 • Samanburður á hreyfingu eldra fólks í Reykjavík og nágrenni sumar og vetur
 • Titill er á ensku Comparison of summer and winter physical activity of senior citizens in Reykjavík capital area
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hlutfall aldraðra fer vaxandi í samfélaginu, en það mun auka álag á heilbrigðisþjónustu og hafa aukinn kostnað í för með sér. Mikilvægt er að stuðla að sem mestum lífsgæðum, lífs-líkum og sem bestri heilsu í þessum sívaxandi þjóðfélagshópi til þess að aldraðir geti verið sem lengst sjálfstæðir í daglegu lífi. Regluleg hreyfing hefur margs konar heilsu¬farslegan ávinning í för með sér, bæði líkamlegan og andlegan.
  Megin markmið rannsóknarinnar var að kanna hreyfingu af mismunandi ákefð með notkun hreyfimæla sem mæla fjölda hreyfislaga á mínútu, hjá eldri einstaklingum í Reykjavík og nágrenni að sumri til og bera saman við hreyfingu að vetri til hjá sömu þátttakendum. Einnig var ætlunin að kanna hvort munur væri á árstímabundinni hreyfingu á milli kynja, aldurshópa og LÞS-hópa (líkamsþyngdarstuðull). Rannsóknin var unnin í samvinnu við Hjartavernd. Alls var 219 einstaklingum boðin þátttaka í þessari rannsókn og fengu þeir hreyfimæla til þess að vera með á hægri mjöðm sumar og vetur í sjö daga samfleytt. Alls 142 þátttakendur (87 konur og 55 karlar) voru með fjórar eða fleiri gildar hreyfimælingar bæði sumar og vetur.
  Helstu niðurstöður voru þær að það var marktækur munur milli sumars og vetrar á hreyfingu þátttakenda af lítilli ákefð (100-759 slög/mín, p<0,001), léttri ákefð (760-2019 slög/mín, p<0,001) og lítilli og léttri ákefð (100-2019 slög/mín, p<0,001). Þátttakendur hreyfðu sig meira um sumarið en veturinn. Það var marktækur munur á kyrrsetu þátttakenda (p=0,02) en ekki marktækur munur á hreyfingu af miðlungs og mikilli ákefð (≥2020 slög/mín, p=0,19). Munur á hreyfingu um sumar og vetur var sú sama hjá konum og körlum í öllum hreyfimælingum nema á hreyfingu af lítilli ákefð (100-759 slög/mín, p=0,01), lítilli og léttri ákefð (100-2019 slög/mín, p=0,02) og þegar hreyfislögin voru 100 eða fleiri á mínútu (p=0,03) en þá var munurinn á hreyfingunni meiri hjá körlunum. Konurnar hreyfðu sig meira af lítilli og léttri ákefð en karlarnir bæði um sumarið og veturinn. Sambærilegur munur var á hreyfingu sumar og vetur hjá öllum aldurshópum og þyngdarflokkum.
  Þátttakendur náðu ekki alþjóðlegum ráðlögðum viðmiðum um hreyfingu fyrir þennan aldurshóp. Áhugavert væri að skoða í framhaldinu hvort markviss fræðsla fyrir þennan aldurshóp um mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan skili sér með meiri hreyfingu af miðlungs og mikilli ákefð. Mikilvægt er að setja inn í fræðsluna hvaða hreyfing í daglegu lífi flokkast sem miðlungs og mikil ákefð og kynna möguleika á að setja þessa hreyfingu inn í daglegt hreyfimynstur allt árið um kring.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The population of senior citizens is growing in Iceland, which consequently will increase pressure on our health care system with added expenses. It is important to promote good quality of life, higher life expectancy, better health and independence for this growing group of fellow citizens in order for them to stay independent longer in their daily activities. Regular physical activity (PA) has various health gains, both physically and mentally.
  Seasonality may play an important role in PA patterns, and Iceland has a unique seasonal difference between winter and summer. The main objective of my research was to examine if there is a difference,between summer and winter,in PA of elderly Icelanders living in the capital area. Another important objective was to compareseasonal differences in PA between gender, age groups, and body mass index(BMI) groups. The research was conducted in cooperation with the Icelandic Heart Association (Hjartavernd). At the beginning, 219 people were selected to participate and were given accelerometers to wear on their right hip for two sessions, a seven-day period during the summer and again during the winter. Overall 142 people (87 women and 55 men) finished at least four valid days of measurements during both sessions.
  The results showed that there was a significant difference between seasons in PA at a level of low-light (100-759 count/min, p<0.001), light-moderate level (760-2019 count/min, p<0.001) and low-moderate level (100-2019 count/min, p<0.001), where participants did more PA during the summer than during the winter. Subjects also spent a significantlymore sedentary time in the summer as compare to winter (p=0.02). On the other hand the study showed no difference between moderate-to-vigorous PA (MVPA) (≥2020 count/min, p=0.19).The difference in seasonal low-moderate PA between the two seasons was significantly more for men than women (p=0.02). Women had more PA than men in low-intensity during both season. The difference in PA between seasons was the same for all age groups and weight classifications.
  Participants did not meet international recommendations of PA for senior citizens, which is 30 minutes every day of a moderate-vigorous intensity PA. Future studies should examine if the published accelerometer thresholds are valid for the aging population, and the feasibility and effectiveness of different interventions to increase of PA all year long.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknarstofa í Hreyfivísindum og Hjartavernd
Samþykkt: 
 • 2.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.S.ritgerð.PDF355.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna