Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12461
Skyndilegt hjartaáfall hjá íþróttafólki er sorglegur atburður sem aukist hefur á undanförnum árum. Engu að síður er um sjaldgæfan atburð að ræða þar sem tíðnin er um 0,5-2/100.000 á ári. Ýmsar ástæður geta legið á bak við skyndilegt hjartaáfall en í um 90% tilvika er það af völdum undirliggjandi hjartagalla sem oft er ekki vitað um. Auk þess getur ofþjálfun og neysla ólölegra lyfja orsakað skemmd á hjartavöðva sem getur endað með hjartaáfalli. Hjartaáfallið getur því verið fyrsta vísbending um að hjartað starfi ekki rétt. Sýnt hefur verið fram á að skimun fyrir áhættuþáttum getur lækkað tíðni hjartaáfalla til muna. Víða erlendis hafa verið gefnar út reglur eða leiðbeiningar um skimun hjá íþróttafólki, en því er ekki til að dreifa hér á landi. KSÍ hefur þó sett reglur sem gera ráð fyrir skimun hjá leikmönnum í efstu deild karla í knattspyrnu, þeim reglum hefur ekki verið fylgt eftir.
Lykilorð; hjartaáfall, hjartagallar, skyndidauði, ofþjálfun, skimun, íþróttir, íþróttafólk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
egill_bjornsson.pdf | 858 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |