is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12466

Titill: 
  • Börn af erlendu bergi brotin og íþróttir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu mörg innflytjendabörn stunda reglulega skipulagðar íþróttir hjá íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu og hvaða viðhorf þau bera til þess. Einnig var athugað hvaða viðhorf íþróttafulltrúanir hafa á þátttöku innflytjendabarna í íþróttum og hvort eitthvað sé eða hafi sérstaklega verið gert til að upplýsa og ná til þessa hóps. Sérstaklega var skoðað hversu mörg barnanna nýta sér frístundakort ÍTR til að greiða niður æfingagjöld.
    Framkvæmdar voru tvær nafnlausar viðhorfskannanir, annars vegar á 29 innflytjendabörnum sem komu frá Hólabrekkuskóla og Landakotsskóla og hins vegar á 8 fulltrúum íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Einnig voru skoðaðar heimasíður íþróttafélaganna með það að markmiði að kanna hversu margar innihalda upplýsingar um starfsemi félagsins á öðru tungumáli en íslensku.
    Niðurstöður voru metnar eftir helstu bakgrunnsbreytum, svo sem kyn, mismunandi skólum og eftir því hvort barnið eigi báða foreldra eða annað af erlendum uppruna. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er tíðni íþróttaiðkunar erlendra barna mun lægri heldur en íslenskra og einungis 31% þeirra eyða 4 klst eða meira á viku í íþróttir. Strákar voru duglegri að stunda íþróttir og fleiri börn sem komu úr Landakotsskóla stunda reglulega íþróttir. Einnig kom í ljós að töluvert vantar upp á að bæta upplýsingaflæði til innflytjenda um starfsemi íþróttafélaga ásamt að kynna fyrir þeim frístundakortið og hvernig hægt er að sækja um það.

Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Örn Gunnarsson, Lokaritgerð.pdf606.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna