Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12470
Í ljósi hækkandi lífaldurs einstaklinga með fjölþættar skerðingar og flóknar stuðningsþarfir, er mikilvægt að rannsóknum sé beint að þáttum sem hafa áhrif á líf þeirra sem fullorðins fólks. Valdeflandi viðhorf og þverfagleg þjónusta hefur verið lögð til grundvallar starfi með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra. Tryggja þarf þessum sömu börnum sambærilega þjónustu við tímamót unglings- og fullorðinsára. Í rannsókninni var fjallað um starfsfólk í búsetu- og hæfingarþjónustu sem aðstoðar einstaklinga með fjölþættar skerðingar og flóknar þarfir. Rannsóknin var eigindleg, rannsóknargagna var aflað með opnum einstaklingsviðtölum og við úrvinnslu gagna var notað vinnulag grundaðrar kenningar. Þátttakendur voru 12 starfsmenn í búsetu- og hæfingarþjónustu sem störfuðu hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi snemmsumars 2010. Reynt var að varpa ljósi á sýn starfsfólks á megináherslur í þjónustu og hvaða augum það leit möguleika sína til að styðja við heilsu, þátttöku og lífsgæði. Leitað var eftir skilningi starfsfólks á heilsutengdum þörfum fólks og þekkingu á aðgerðum til að fyrirbyggja frekari fötlun. Ennfremur var kannað mat þess á þörf fyrir fræðslu og stuðning í starfi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að áherslur í skipulagningu og útfærslu þjónustunnar séu ekki í takt við nýjar og ört vaxandi mannréttindaáherslur, þar með réttinn til heilsu, og endurspegli ekki þann félagslega skilning á fötlun sem er gengið út frá í allri stefnumörkun. Starfsfólk hugsaði til einstaklinganna, sem það aðstoðaði, með velvild og hlýju, gerði eins vel og það gat, en skorti bjargráð í starfi. Áherslur á heimilisstörf og líkamlega umönnun hindruðu stuðning við heilsu, tjáskipti og þátttöku. Starfsfólk lýsti undirmönnun og mikilli starfsmannaveltu og skorti fræðslu og stuðning við flókin störf. Mikilvægt er að nýta möguleika sem hafa skapast með nýlegum stjórnsýslubreytingum til að endurskoða áherslur í þjónustu við fólk með fjölþættar skerðingar. Nýtt velferðarráðuneyti og flutningur málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaga veitir tækifæri til breytinga, samstarfs þvert á kerfi, samþættingar og þróunar.
Lykilhugtök: Fötlun, fjölþættar skerðingar, heilsa, heilsutengdar þarfir, þjónusta.
The fact that a high percentage of people with complex and severe neurological disability and high support needs, are surviving well into adulthood calls for research into the environmental factors that influence their lives as adults. Empowerment, multidisciplinary and person centered services are already acknowledged to be important for disabled children and their families. We must ensure that children have access to appropriate and comparable services during transition into adulthood and to community living. The purpose of this study was to gain in-depth understanding and knowledge about the experiences of staff supporting people with complex and severe neurological disability living in community residental homes. Qualitative methods were used and data were collected through semistructured interviews. Participants were twelve experienced staff members working for The Regional Offices for the Affairs of Disabled People in the early summer of 2010. The first objective was to learn about what staff considered their main role to be, together with their views on possibilities to support health and wellbeing, participation and quality of life. The second objective was to ascertain staff views on the health needs and actions currently taken to prevent further disability of people with complex and severe neurological disability. In addition, the study took into account staff needs for training, information and support. Results of the study indicate that welfare services in Iceland, for people with complex and severe neurological disability, are not in line with human rights, which includes the right to health. Further, it does not mirror the social approach to disability which today is the focus of policy frameworks. Staff was caring and warmhearted towards their clients but lacked the skills necessary for coping with complex needs. The emphasis on domestic duties and basic care were barriers to communication, health and participation. Staff reported lack of human resources, high staff turnover and lack of information, training and support. Recent governmental changes, such as the transfer of the affairs of disabled people from the state to the municipalities and the establishment of a new Ministry of Welfare, may provide new possibilities for cooperation between different sectors as well as for the development of transdisciplinary services.
Key words: Disability, complex and severe neurological disability, health, health needs, staff.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Við gerum bara eins og við getum.pdf | 660.98 kB | Opinn | Skoða/Opna |