is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12478

Titill: 
 • Nýting segulómrannsókna við greiningu og meðferð brjóskloss í lendahrygg
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Óskilgreindir lendahryggjarverkir eru mikið heilbrigðisvandamál. Bætt greining gæti gert meðferð markvissari. Segulómrannsókn (segulómun) getur sýnt meinsemdir í ýmsum vefjum líkamans, en telst dýr. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri hófust segulómrannsóknir árið 2004 og því fróðlegt að skoða hvernig þær nýtast við greiningu og meðferð lendahryggjarvandamála.
  Markmið: Að rannsaka notkun segulómunar við greiningu lendahryggjarvandamála, samband segulómniðurstaðna og klínískra einkenna, ásamt áhrifum segulómunar á meðferð brjósklosa.
  Aðferð: Lýsandi, afturvirk rannsókn þar sem unnið var með upplýsingar úr sjúkraskrám. Þátttökuskilyrði voru að vera ≥18 ára, eiga lögheimili á Akureyri og hafa farið í segulómskoðun á lendahrygg á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2009.
  Niðurstöður: Alls fóru 159 manns í segulómrannsókn vegna lendahryggjarvandamála árið 2009, meðalaldur 51 ár (18-88 ára). Algengustu meinafræðigreiningar úr segul¬ómrannsókn tengdust brjóskþófanum (brjóskútbunganir, liðbilslækkanir og brjósklos), þar af greindust 38% þátttakenda með brjósklos. Flest brjósklos (77%) voru á liðbilunum L4-L5 eða L5-S1 Úrlestur segulómmynda virtist ekki vera staðlaður.Lítil fylgni var milli klínískra einkenna og myndgreiningarinnar. Algengustu meðferðarúrræði fyrir og eftir segulómun voru tilvísun til bæklunarlæknis (70%), sjúkraþjálfun (64%) og lyfjagjöf (67% fyrir, 74% eftir). Lyfjagjöf jókst lítillega en ekki marktækt eftir segulómunina. Af þeim sem vísað var til sjúkra¬þjálfara fóru 39% fyrst í segulómun og leið marktækt lengri tími þar til þeir fengu sjúkraþjálfunartilvísun en hinir (p = 0,001). Ári eftir segulómrannsóknina hafði helmingur brjósklossjúklinga náð bata. Fleirum batnaði af brjósklosi á liðbilinu L5-S1 en L4-L5 (p=0,017) og fleiri náðu bata sem fengu tilvísun í sjúkraþjálfun en ekki (p = 0,024).
  Ályktanir: Notkun segulómunar virðist almenn við greiningu lendahryggjar-vandamála. Lítil fylgni einkenna og segulómunar krefst samþætts mats læknis við sjúkdóms¬greiningu. Brjóskþófavandamál eru algengustu segulómgreiningar í lendahrygg. Batahorfur einstaklinga með brjósklos virðast meiri ef þeir fá tilvísun í sjúkraþjálfun og ef brjósklosið er á neðsta liðbilinu. Mikil notkun kallar á betri nýtingu niðurstaðna segulómunar og hætta er á að segulómrannsókn seinki meðferðarúrræðum.
  Lykilhugtök: Segulómskoðun, klínísk skoðun, brjósklos, meðferðarúrræði, sjúkraþjálfun

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Non-specific low-back pain is a worldwide problem. More specific diagnosis could improve prognosis. Magnetic resonance imaging (MRI) became available in Akureyri Hospital in 2004 and we wanted to investigate its current contribution to diagnosis and treatment in patients with low-back pain.
  Objective: To study the use of MRI in diagnosing low-back pain, integration of the MRI outcomes with other clinical findings and its possible effects on treatment.
  Methods: Retrospective, descriptive analysis of patients’ journals. Included were all adult patients who underwent MRI in Akureyri in 2009.
  Results: During 2009, 159 patients underwent low-back MRI, mean age 51 years (18-88). The most common findings were connected to the lumbar disk. Disk extrusion was diagnosed in 38% of the patients, 77% of the extrusions emerged at the L4-L5 or L5-S1 level. MRI results correlated poorly with symptoms and clinical findings. Most frequent treatment options for disk extrusion were referrals to orthopaedic surgeons (70%), physiotheraphy (64%) and prescription of medications (67% pre, 74% post MRI). Prescriptions were not significantly different after MRI. Of patients referred for physiotherapy, 39% were first examined with MRI and they waited significantly longer for referral than those who were referred directly to physiotherapy (p=0.001). One year after the MRI, recovery rate was 50%. Prognosis was better for patients referred to physiotherapy (p=0.024) and also better at the L5-S1 level than at the L4-L5 (p=0.017).
  Conclusions: MRI seems to be used for general diagnosis of low-back pain. Poor correlation between symptoms and MRI results emphasizes the need for thorough comparison of patient’s symptoms and MRI-findings for specific diagnosis of low-back pain. Recovery rate of patients with lumbar disk extrusions improves if they are referred for physiotherapy and if the extrusion is at the L5-S1 level. The general use of MRI might delay treatment and requires better utilization of results.
  Key words: MRI, clinical diagnosis, lumbar disk extrusion, treatment options, physiotherapy.

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður Félags Íslenskra Sjúkraþjálfara
Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.5.2013.
Samþykkt: 
 • 2.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin öll Lokaútgáfa m heimildaskra PDF.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna