is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12482

Titill: 
 • „Maður var alveg spenntur og svona smá kvíðinn“ : reynsla nemenda á unglingastigi af því að vera í skóla sem lagður er niður
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Rannsóknin sem þessi ritgerð byggir á hefur það markmið að kanna reynslu nemenda á unglingastigi í skólum sem lagðir hafa verið niður og sameinaðir öðrum. Rannsóknin er þríþætt. Í fyrsta hlutanum var aflað frumgagna. Sameiningar grunnskóla af einhverju tagi höfðu orðið í 24 sveitarfélögum á tímabilinu 1. ágúst 2000 til 31. júlí 2011. Þar af höfðu 14 skólar verið lagðir niður en einungis fjórir þeirra voru með kennslu á unglingastigi. Annar hlutinn var megindleg spurningakönnun lögð fyrir þá sem höfðu verið á unglingastigi í fyrrgreindum fjórum skólum við sameiningu. Þriðji hlutinn var eigindleg viðtalsrannsókn. Niðurstöður annars og þriðja hluta voru samþættar þar sem það átti við.
  Undirmarkmið annars og þriðja hluta voru að kanna viðhorf þátttakenda á ýmsum stigum sameiningarferlisins, hverjir hefðu haft áhrif á viðhorf þeirra og hvort tengsl væru milli viðhorfa þeirra í upphafi og í dag. Einnig hver væri reynsla þeirra af sameiningarferlinu, hver ávinningurinn hefði verið og hvað hefði mátt betur fara með tilliti til nemenda.
  Niðurstöður sýna að helmingur þátttakenda var neikvæður gagnvart sameiningunni í upphafi og fjórðungur þeirra er það enn í dag. Félagahópurinn hafði mest áhrif á viðhorfin en fjölmiðlar minnst. Þátttakendum leið betur í gamla skólanum en þeim nýja þó líðan í þeim nýja væri sambærileg við líðan á landsvísu. Meiri hluti þátttakenda kveið því að fara í nýjan skóla. Félagsleg tengsl virtust hafa skipt þátttakendur mestu máli við sameininguna en mikilvægt var hvort þeir höfðu æft íþróttir sem samherjar eða mótherjar. Þátttakendum gekk að eigin mati betur í námi í gamla skólanum en nær öllum leið vel með skólaaksturinn. Sameiningin var bæði spennandi og kvíðvænleg og auk félagslega þáttarins snerti það náms- og kennslutengda þætti og aðstöðu.
  Það sem var erfiðast tengdist því að kynnast nýju fólki, venjast breyttum kennsluháttum og takast á við missætti heima fyrir varðandi sameininguna.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this study is to explore the experience of adolescent students whose schools have been shut down and merged with another school. The study was both quantitative, a questionnaire was sent to those who were in the 8.-10. grade in four schools when they were closed and qualitative where few of them were interviewed.
  The purpose for this study was to find out about attitudes toward the school merger in different stages of the merging process, what influenced their attitudes and if there were relations between their attitudes today and at the beginning. Also to find out about their experience of the merging process, what was the benefit for them and what things could have been done better regarding the students welfare.
  The findings show that half of the participants were negative toward the school merger in the beginning and a quarter of them still are. The peers had the most influence on them and the participants felt better in the old school than the new one, even though their condition at the new one seemed to be comparable to the general condition of students their age. The majority of the participants were anxious about starting the new school. Social relationships seemed to matter the most and in relation to that it seemed to be important if they had been playing sports as teammates rather than opponents.
  The majority of the participants found their academic achievement better at the old school. They were both excited and anxious about the school merger and in addition to the social part it concerned academic elements such as teaching methods and facilities.
  The elements that were the most difficult were to meet new people, get used to new teaching methods and deal with disagreements at home regarding the school merger.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.6.2013.
Samþykkt: 
 • 3.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
efnisyfirit.pdf167.28 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf212.19 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf298.85 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
„Maður var alveg spenntur og svona smá kvíðinn“.pdf1.5 MBOpinnPDFSkoða/Opna