is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12483

Titill: 
  • ,,Að eiga samskipti er lykillinn.“ Aðlögun maka Íslendinga í Þýskalandi og Sviss
Útgáfa: 
  • Mars 2012
Útdráttur: 
  • Sífellt fleiri fyrirtæki stunda alþjóðleg viðskipti og því fjölgar útsendum starfsmönnum fyrirtækja stöðugt. Oftar en ekki eiga þeir maka og jafnvel börn sem flytja með þeim. Það er fyrirtækjum kostnaðarsamt að senda starfsmenn út og enn dýrara ef verkefnið gengur ekki upp og starfsmaðurinn kemur fyrr heim en áætlað er. Ein helsta ástæðan fyrir því að starfsmenn koma heim fyrr en áætlað er, er að makinn nær ekki að aðlagast í nýja landinu. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt getur reynst að aðlagast nýju samfélagi, sérstaklega þegar einstaklingurinn tekur ekki beinan þátt í því í gegnum vinnu eða skóla.
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða aðlögun maka íslenskra starfsmanna sem eru búsettir í Þýskalandi og Sviss. Gerð var rannsókn þar sem tekin voru átta viðtöl við maka Íslendinga í Þýskalandi og Sviss í þeim tilgangi að kanna hve vel mökunum hafði tekist að aðlagast samfélaginu. Niðurstöðurnar benda til þess að þeir hafi átt tiltölulega erfitt með samfélagslega aðlögun. Niðurstöðurnar gefa jafnframt vísbendingu um að gott vald á tungumálinu og samskipti við infædda og aðra íbúa skipti miklu máli í aðlögunarferlinu. Mikilvægt er því að fyrirtæki í útrás bjóði ekki bara stafsmönnum heldur einnig mökum upp á tungumálanám ásamt annarri fræðslu um samskipti við innfædda almennt.

ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-3-9
Tengd vefslóð: 
  • http://www.ibr.hi.is/vorradstefna
Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
9.ad_eiga_samskipti_er_lykillinn.pdf328.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna