is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12486

Titill: 
  • Áhrif íþróttaiðkunar á hreyfiþroska barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er reynt að leita svara við þeirri spurningu hvort að skipulögð íþróttaiðkun hafi áhrif á hreyfifærni barna. Í fræðilegri umfjöllun er hugtakið hreyfiþroski skilgreint og þeir þættir sem geta haft áhrif á hreyfifærni barna skoðaðir. Einnig er farið í mikilvægi hreyfingar fyrir börn og hvaða áhrif hreyfing hefur á líf barnanna.
    Rannsóknin sem gerð var fólst í því að skoða hvort skipulögð íþróttaiðkun barna fyrir sex ára aldur eða iðkun þeirra nú hafi áhrif á hreyfifærni þeirra. Rannsóknin var framkvæmd á nemendum 1. bekkjar í Njarðvíkurskóla, þar sem rannsakandi fór í samstarf með íþróttakennara þeirra og fékk að nota niðurstöður hreyfiþroskaprófs nemenda hans í þessari rannsókn. Þátttakendurnir sem tóku þátt voru 36. Spurningalisti var sendur á netinu til foreldra barnanna og þeir beðnir um að svara spurningum um íþróttaiðkun barna þeirra. Hreyfiþroskaprófið ABC var fengið að láni hjá HR og það notað. Prófið var framkvæmt í íþróttamiðstöð Njarðvíkur þann 13 mars 2012.
    Helstu niðurstöður voru þær að í báðum tilvikum reyndist munurinn ekki marktækur og íþróttaiðkunin virtist því ekki hafa áhrif á hreyfifærnina. Meiri munur reyndist vera innbyrðis á milli stelpna en stráka. Þá virðist fjöldi æfinga í viku auka hreyfifærni barna, þó munurinn reynist ekki marktækur.

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-Hildur María Helgadóttir.pdf510.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf26.24 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna