is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12487

Titill: 
  • Það verður fermt! : viðhorf til fermingar í Eyjafjarðarprófastsdæmi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraprófsritgerð þessi er rannsókn sem gerð var meðal presta og fermingarbarna í Eyjafirði. Hugað er að inntaki fermingar sem námsgreinar á hvaða forsendum hún byggir og hvaða þörf henni er ætlað að mæta. Sagt er frá markmiðum fermingarfræðslu samkvæmt námskrá og fjallað um sumt af því efni sem ætlað er til fermingarundirbúnings í íslensku kirkjunni.
    Í rannsóknarhluta verksins var leitast við að skoða hvernig fermingarfræðsla er framkvæmd í Eyjafirði og byggir það á sýn presta á ferminguna og fermingarbarna. Rannsóknin var bæði eigindleg, djúpviðtöl við átta presta, og megindleg spurningalistakönnun er fór fram veturinn 2008 til 2009. Sendir voru út 270 spurningalistar á fermingarbörn og skiluðu sér til baka 230 listar sem unnið var úr. Spurt var út í ýmis viðhorf til fermingarundirbúningsins og birtast þær niðurstöður í sérstökum kafla. Einnig eru sérstakir kaflar með niðurstöðum úr bæði fyrri og seinni viðtölum við presta. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er: „Hvert er megininntak og framkvæmd fermingarfræðslu í Eyjafirði og hver eru viðhorf presta annars vegar og fermingarbarna hins vegar til fermingarinnar?“
    Í samantekt og umræðukafla koma fram helstu niðurstöður rannsóknar, auk samanburðar á því sem áður var þekkt og vitað um ferminguna. Sem helstu niðurstöður má nefna sterka hefð fermingar að mati fermingarbarna og presta. Prestar sjá þar þó blikur á lofti, þeir óska eftir meira samstarfi um fermingarmálin, betra kennsluefni og að fleiri komi að fermingarfræðslunni. Fermingarbörn eru að eigin mati trúuð og jafnvel trúaðri en ætla má að mati presta þau eru almennt ánægð með fermingarfræðsluna og telja sig þekkja helstu markmið hennar. Sýn fermingarbarna á hvað fermingarfræðslan á að fela í sér er um flest lík sýn presta hvað varðar trúaratriði og helgihald en víkur frá sýn presta í því er kalla má almenna lífsleikni en þar er sýn presta víðfeðmari en fermingarbarna.

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það verður fermt.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna