is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12493

Titill: 
 • Hlutverk skólastjórnenda við þróun og framkvæmd skólasýnar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni er sjónum beint að hugtakinu skólasýn og hvernig skólastjórnendur hafa staðið að þróun og innleiðingu slíkrar sýnar í þeim skólum sem þeir stýra. Hugmyndin að verkefninu varð til þegar að höfundur starfaði við skóla sem var að hefja það ferli að skapa sýn fyrir skólann sem hann starfaði við.
  Rannsóknarspurningarnar eru fjórar: Hvers vegna var skólasýnin þróuð? Hvernig var skólasýnin þróuð og hverjir tóku þátt í því ferli? Hvert var hlutverk skólastjórnenda við þróun skólasýnarinnar? Og hvert var hlutverk skólastjórnenda við framkvæmd skólasýnarinnar?
  Gagna var aflað með eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við fimm skólastjóra í grunnskólum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hlutverk skólastjórnendanna við þróun skólasýnar virðast vera að úthluta tíma til umræðna í upphafi þróunarferlisins og leiða ferlið þar til að skólasýn hefur verið mótuð fyrir stofnunina. Þegar kemur að framkvæmd skólasýnarinnar er hlutverk skólastjórnenda að halda sýninni á lofti og kynna hana sem víðast sem og að hvetja starfsfólk til þess að vinna að markmiðum skólasýnarinnar.
  Viðmælendur voru sammála um að ef markmið skólasýnar á að nást er mikilvægt að sem flestir sem að skólanum koma þekki skólasýnina og vinni að því að koma henni í framkvæmd.
  Helstu hindranir sem skólastjórarnir mættu voru áhugalitlir kennarar og aðrir sem létu stjórnast af kjarasamningum kennara og beittu þeim fyrir sig til að komast hjá þátttöku. Skólastjórarnir töldu sig ekki hafa vald til að breyta þessum aðstæðum.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper focuses on how school principals have taken on the task of developing and implementing a school vision in their schools. The idea came about when the author worked at a school that had just set itself the task of developing such a vision.
  There are four research questions: Why was the school vision developed? How was it developed and who took part in the process? What was the principals’ role in developing the vision? And what was the principals’ role in implementing it? Data was gathered through qualitative research where five grade school principals were interviewed.
  The main results of the study showed that the principals’ role in developing the school vision was to allocate time for a discussion to take place at the start of the developing process, to lead the work and bring it forward. The role also involved, implementing the vision as well as encouraging the school staff to work towards the goals set forward in the vision.
  The interviewees agreed that in order to reach these goals it was important that the staff was united in working towards implementation of the schools vision.
  The main obstacles mentioned by the principals involved the issue that some of the teachers in the schools were not interested in the work and others insisted they were bound by Teachers´ Union contracts about hours and used it to avoid participation. Therefore one of the main obstacles was that the principals regarded the tools available to them, in order to implement this vision, insufficient.

Samþykkt: 
 • 3.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12493


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutverk skólastjórnenda við þróun og framkvæmd skólasýnar.pdf966.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna